Goðasteinn - 01.09.2004, Page 154
Kirkjustarf 2003
Goðasteinn 2004
Fermingarbörn vorsins 2004 í Breiðabólstaðarprestakalli taliðfá vinstri: Rúnar Smári Jens-
son, Olafur Oddsson, Arnar Freyr Hermannsson, Elímar Hauksson, Jón Viðarsson, Þóra
Kristín Þórðardóttir, Bjarki Guðmundsson, Hjörvar Sigurðsson, Victor Bjarmi Þorsteinsson,
Brynjólfur Þorsteinsson, Hekla Guðbrandsdóttir, Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir og Hulda
Jónsdóttir. A myndina vantar: Silju Sigurðardóttur, Arna Benónýsson, Katrínu Osk Jónsdóttur
og Sigrúnu Lárusdóttur.
Breiðabólstað síðan nýja safnaðarheimilið var tekið í notkun 2002. Sóknarnefnd hefur
séð til þess að öll aðstaða sé fyrsta flokks svo vart verður á betra kosið.
Kirkjan á Breiðabólstað er upplýst alla vetrarmánuðina þrátt fyrir hátt orkuverð. Með-
hjálpari og hringjari er Jón Kristinsson.
Hlíðarendakirkja. Öllu er haldið til haga og sóma í og við kirkjuna á Hlíðarenda.
Meðhjálpari er Daði Sigurðsson. Hringjari er Jón Ólafsson.
Framkvæmdir í kirkjugörðum
Stórólfshvolskirkjugarður. Helstu framkvæmdir eru uppbygging nýs kirkjugarðs í
landi Akurs í Hvolhreppi. Gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun á miðju ári
2004. Garðinum í kringum kirkjuna hefur verið haldið í horfi með slætti og öðrum
sumarverkum.
Breiðabólstaðarkirkjugarður. Fyrirhugaðar eru stækkunarframkvæmdir á kirkjugarð-
inum og verður væntanlega hafist handa á komandi sumri, þ.e. 2004. Garðurinn hefur
verið hirtur af Ungmennafélaginu Þórsmörk í Fljótshlíð skv. samningi.
Hlíðarendakirkjugarður hefur verið hirtur af Daða Sigurðssyni bónda á Barkarstöðum.
Önundur S. Björnsson, sóknarprestur
-152-