Goðasteinn - 01.09.2004, Page 155
Goðasteinn 2004
Kirkjustarf 2003
Oddaprestakall
Odda-, Keldna- og Þykkvabæj arsóknir
Innan Oddasóknar voru 808 íbúar skráðir þann 1. desember 2003 og hafði fjölgað um
24 frá árinu áður. 65 íbúar voru utan þjóðkirkjunnar og þróast hlutfallið kirkjunni í óhag.
Karlar eru 395 og konur 413.
Starfið var með hefðbundnu sniði á árinu og var áfram unnið að ýmsum verkefnum
innan safnaðarins. Messað var í Oddakirkju þriðju hverja helgi auk helgistunda á
dvalarheimilinu Lundi. Starf kirkjukórsins var blómlegt og æfingar og kirkjusöngur í
föstum skorðum. Vert er að nefna að barnastarf safnaðarins var umfangsmikið og í raun
öflugra en nokkru sinni. Kirkjuskóli er á Hellu fyrir alla aldurshópa frá leikskólaaldri og
að 10 ára aldri í hverri viku og var mætingin góð. Farið var með börnunum í kapelluna á
Lundi á aðventunni og þar haldin helgistund. Fyrri hluta ársins annaðist sr. Sigurður
Jónsson þetta starf en seinni hluta ársins sr. Skírnir Garðarsson og Magnea Gunnarsdóttir
til aðstoðar við söng og hreyfisöngva.
Fermingarböm Oddaprestakalls 2004: Efsta röðf.v.: Ásgeir Emilsson, Almar Magnússon, Anton
Sveinbjörnsson, Geir Ofeigsson, Brynjar V. Sœvarsson. Miðröð: Sara H. Rúnarsdóttir, Guðrún Y.
Erlingsdóttir, Rodolfo S. Solar, Þórir Jónsson, Atli Brynjarsson, Glódís M. Guðmundsdóttir.
Fremsta röð: Theerasak N. Srichakham, Kristbjörg A. Albertsdóttir, Gróa H. Bœringsdóttir, Eva
Arnarsdóttir, Erla S. Þorbergsdóttir, Hekla K. Kristinsdóttir
-153-