Goðasteinn - 01.09.2004, Page 156
Kirkjustarf 2003
Goðasteinn 2004
Við Oddakirkju var fram haldið lagfæringum utanhúss og hitalögn í kirkjustétt tekin í
notkun. Reyndist hún til mikilla bóta og stéttin oftast greiðfær en hálka er annars oft í
umhverfi kirkjunnar á vetrum. Afram var unnið við skipulagningu kirkjugarðsins og mun
framkvæmdum fram haldið með það að markmiði að slétta og fegra garðinn. Margt
ferðafólk leggur leið sína til Odda, einkum á sumrin. Staðurinn er mjög athyglisverður
fyrir margra hluta sakir og virtist ferðamannastraumurinn aukast á árinu 2003 miðað við
fyrri ár.
I sóknarnefnd Oddasóknar sitja; Pá11 G. Björnsson, formaður, Guðrún Anna
Tómasdóttir, gjaldkeri, Gísli Stefánsson, ritari. Meðstjórnendur eru Ragnar Pálsson og
Iris Björk Sigurðardóttir. Öll búa þau á Hellu.
Organisti er sem fyrr Nína María Morávek og meðhjálpari Björgúlfur Þorvarðarson.
Hlaut þetta heiðursfólk lof kirkjugesta á árinu fyrir sína góðu þjónustu og miklu alúð við
guðsþjónustumar sem þau annast ásamt prestinum.
I Þykkvabæjarsókn bjuggu þann 1. desember 2003 samtals 176 manns tilheyrandi
þjóðkirkjunni og 9 utan, samtals 185 manns. Karlar eru 103 og konur 82.
Starfsemi safnaðrins var jákvæð og góð. Messað var 12 sinnum á árinu og kirkjusókn
að meðaltali 55 eða nær þriðjungur safnaðarins. Er það söfnuðinum til mikils sóma, svo
og kirkjan og umhverfi hennar sem er vel við haldið og sannkölluð staðarprýði. Sóknin
hlaut á árinu verðlaun úr sjóði Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri fyrir einstaklega góða
umhirðu. Þetta var árangur erfiðis því kvenfélagskonur höfðu lagfært kirkjugarðs-
girðingu, málað og lagfært utandyra. Þá var unnið að undirbúningi þess að skipta um gler
í suðurhlið kirkjunnar, einnig munu skrúðhús og geymsla verða endurbætt.
Barna- og safnaðarstarf var með hefðbundnu sniði. 6 börn voru fermd og 3 skírð á
árinu. Enginn var greftraður í kirkjugarðinum árið 2003. Presturinn annaðist kirkjuskól-
ann einu sinni í viku fyrri hluta ársins, en hálfsmánaðarlega á haustmisserinu. Fór starfið
fram í skóla staðarins.
I sóknarnefnd sitja: Halldóra Gunnarsdóttir, Rósalundi, Særún Sæmundsdóttir,
Smáratúni, Birkir Armannsson, Brekku, Stefanía Anna Gunnarsdóttir, Háfi og Sigríður
Ingunn Agústsdóttir, Miðkoti. Organisti er Nína María Morávek og ágætur meðhjálpari
til margra ára, Agúst Gíslason í Suður-Nýjabæ.
-154-