Goðasteinn - 01.09.2004, Page 159
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Látnir í Rangárþingi 2003
Hér á eftir verður minnst allra þeirra sem létust í Rangárþingi á árinu
2003, auk annarra Rangæinga sem jarðsettir voru af sóknarprestum
héraðsins. Einnig er minnst nokkurra Rangæinga sem aðrir prestar jarð-
settu.
/
Arni Einar Sigurðsson frá Steinum,
Austur-Eyj afjöllum
Árni fæddist 5. september 1927 í Gíslholti í Vest-
mannaeyjum foreldrum sínum Sigurði Einarssyni frá
Norðurgarði í Vestmannaeyjum og Margréti Jónsdóttur
frá Rauðsbakka. Hann átti eina eldri systur Ástu sem
dó 1995. Þegar Árni var tveggja ára hrapaði faðir hans
við eggjatöku í Geirfuglaskeri og þegar Árni var sex
ára missti hann móður sfna, sem dó úr lungnabólgu.
Tók þá móðursystir hans María, kölluð Mára, sem bjó
með foreldrum sínum og bróður að Rauðsbakka hann
að sér, en hún var þá á vertíð í Vestmannaeyjum og flutti hann með sér að Rauðs-
bakka um vorið 1934. Gekk hún honum í móðurstað.
Mára dó 1956 og breyttist þá allt hjá Árna. Hann flutti nokkru síðar til Elínar
og Sigurbergs í Steinum þar sem hann varð eins og sérstakur trúnaðarmaður
Bergs með þeirri nafnbót að vera ráðsmaður hans. Mikill var vilji hans að standa
við þá trúmennsku og taka til hendinni í sínum sérstöku verkefnum, sjá einn um
fjárhúsin í austurtúninu á veturna, leggja af stað nákvæmlega þegar vísar úrsins að
morgni voru í ákveðinni stöðu og þiggja kaffisopa á Hvassafelli í bakaleiðinni,
ganga að sínum verkum í fjósinu, moka flórinn, sópa garðana og laga til. Og
þegar í hesthúsið var komið, að gefa, sleppa hrossum út og reka inn, - allt eins og
Bergur sagði og ef eitthvað fór úrskeiðis í því, þá hrundi heimurinn hans og
skapið braust fram, en það var á braut jafnfljótt. Trúnaðurinn við Berg utandyra
og Ellu inni á heimilinu var algjör. Þau ásamt frændfólki þeirra og vinum voru
skjólið hans. Þar var allt hans, heimilið, gleði hans í því einfalda og einnig í
samtölunum þar sem hann var í miðpunkti hugarflugsins eins og riddarinn ósigr-
andi. Tilsvör hans mörg gleymast ekki, þegar hann bjargaði sér frá erfiðum spurn-
ingum, sem uppvöxtur hans hafið ekki gefið honum tilefni til að takast á við. Og
-157-