Goðasteinn - 01.09.2004, Page 163

Goðasteinn - 01.09.2004, Page 163
Goðasteinn 2004 Látnir 2003 Bergur Sæmundsson frá Stóru-Mörk, Vestur- Eyjafjöllum, Hvolsvegi 32, Hvolsvelli Bergur fæddist 24. mars 1923 foreldrum sínum, hjónunum Sæmundi Einarssyni frá Stóru-Mörk og Guðbjörgu Maríu Jónsdóttur, og var ellefti í röð fjórtán systkina, en nú eru fjögur þeirra eftirlifandi, Katrín, Ólafur, Guðlaug og Sigurbjörg. Heimili fjölskyldunnar var eitt fjölmennasta menn- ingarheimili sveitarinnar, þar sem hreppstjórinn og búnaðarfélagsformaðurinn bjó og allt var þar skipulagt og gert af mikilli nákvæmni, án þess að mörg orð væru um það höfð. Það var í þessu umhverfi æskunnar sem Bergur tókst á við lífið, lærði sín verk sem hann þurfti að vera ábyrgur fyrir, fór í barnaskólann í stofunni heima hjá sér nokkra mánuði á vetri og var fljótt tilkvaddur af föður sínum til að vera til hjálpar í ferðum fólks inn í Þórsmörk, en Stóra-Mörk var áningarstaður á ferðinni þang- að. Þetta starf æskunnar varð í raun viðfangsefnið hans alla ævi, að vera til þjónustu á ferðalagi. Fyrst var það með hjálp hestanna og þegar hann hafði aldur til myndaði hann félagsskap með fleirum um hestaferðir inn í Þórsmörk. 1939 á tíma seinni heimstyrjaldarinnar var komið upp lítilli herstöð með þrem- ur bröggum í Stóru-Mörk með herbílum og tækjum, sem kveikti áhuga Bergs á að koma sér upp eigin bíl til ferðaþjónustu. Hann keypti fyrsta bílinn nokkrum árum síðar, gamlan Bedford með framdrifi og boddýi á vörupalli og hóf sitt starf, að ferðast með fólk, halda við bílnum, þrífa og gera við hann og vera alltaf tilbúinn, hvort sem var ferð inn í Mörk eða inn á hálendið. Þá keyrði hann skólabörnum upp úr 1950, fyrstu tvö ár skólaakstursins undir Vestur-Eyjafjöllum, en síðar þegar hann flutti til Hvolsvallar frá 1960 til 1992 keyrði hann skólabíl í Fljótshlíðinni. Samhliða vann hann ýms smíðastörf, svo og við dúka- og teppa- lagnir, eftir því sem til féll í sveitinni og víðar, því hann þótti mjög góður smiður, nákvæmur og vandvirkur. Hann fór á eina vetrarvertíð til Vestmannaeyja, vann við smíði Ölfusárbrúar, vann á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga, einnig í Húsgagnaiðjunni og Blikksmiðjunni á Hvolsvelli. Á Hvolsvelli bjó hann lengi í leiguherbergi en 1992 keypti hann sér hús að Hvolsvegi 32, gömlu búðina, og útbjó sér sína fbúð, ásamt herbergjum, sem hann hafði til leigu, og sá um viðhald á. Hann hélt uppteknum hætti með sína bílaútgerð og fór hópferðir með ferða- menn á sumrin á vegum Hópferðamiðstöðvarinnar, en hann var einn af stofnend- um og eigendum hennar. Hann var ánægður með sitt hlutskipti og það að vera trúað fyrir fólkinu í bílnum sínum. Enda tók hann ekki áhættu í akstrinum, jafnvel -161-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.