Goðasteinn - 01.09.2004, Page 163
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Bergur Sæmundsson frá Stóru-Mörk, Vestur-
Eyjafjöllum, Hvolsvegi 32, Hvolsvelli
Bergur fæddist 24. mars 1923 foreldrum sínum,
hjónunum Sæmundi Einarssyni frá Stóru-Mörk og
Guðbjörgu Maríu Jónsdóttur, og var ellefti í röð fjórtán
systkina, en nú eru fjögur þeirra eftirlifandi, Katrín,
Ólafur, Guðlaug og Sigurbjörg.
Heimili fjölskyldunnar var eitt fjölmennasta menn-
ingarheimili sveitarinnar, þar sem hreppstjórinn og
búnaðarfélagsformaðurinn bjó og allt var þar skipulagt
og gert af mikilli nákvæmni, án þess að mörg orð væru um það höfð.
Það var í þessu umhverfi æskunnar sem Bergur tókst á við lífið, lærði sín verk
sem hann þurfti að vera ábyrgur fyrir, fór í barnaskólann í stofunni heima hjá sér
nokkra mánuði á vetri og var fljótt tilkvaddur af föður sínum til að vera til hjálpar
í ferðum fólks inn í Þórsmörk, en Stóra-Mörk var áningarstaður á ferðinni þang-
að. Þetta starf æskunnar varð í raun viðfangsefnið hans alla ævi, að vera til
þjónustu á ferðalagi. Fyrst var það með hjálp hestanna og þegar hann hafði aldur
til myndaði hann félagsskap með fleirum um hestaferðir inn í Þórsmörk.
1939 á tíma seinni heimstyrjaldarinnar var komið upp lítilli herstöð með þrem-
ur bröggum í Stóru-Mörk með herbílum og tækjum, sem kveikti áhuga Bergs á að
koma sér upp eigin bíl til ferðaþjónustu. Hann keypti fyrsta bílinn nokkrum árum
síðar, gamlan Bedford með framdrifi og boddýi á vörupalli og hóf sitt starf, að
ferðast með fólk, halda við bílnum, þrífa og gera við hann og vera alltaf tilbúinn,
hvort sem var ferð inn í Mörk eða inn á hálendið. Þá keyrði hann skólabörnum
upp úr 1950, fyrstu tvö ár skólaakstursins undir Vestur-Eyjafjöllum, en síðar
þegar hann flutti til Hvolsvallar frá 1960 til 1992 keyrði hann skólabíl í
Fljótshlíðinni. Samhliða vann hann ýms smíðastörf, svo og við dúka- og teppa-
lagnir, eftir því sem til féll í sveitinni og víðar, því hann þótti mjög góður smiður,
nákvæmur og vandvirkur.
Hann fór á eina vetrarvertíð til Vestmannaeyja, vann við smíði Ölfusárbrúar,
vann á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga, einnig í Húsgagnaiðjunni og
Blikksmiðjunni á Hvolsvelli.
Á Hvolsvelli bjó hann lengi í leiguherbergi en 1992 keypti hann sér hús að
Hvolsvegi 32, gömlu búðina, og útbjó sér sína fbúð, ásamt herbergjum, sem hann
hafði til leigu, og sá um viðhald á.
Hann hélt uppteknum hætti með sína bílaútgerð og fór hópferðir með ferða-
menn á sumrin á vegum Hópferðamiðstöðvarinnar, en hann var einn af stofnend-
um og eigendum hennar. Hann var ánægður með sitt hlutskipti og það að vera
trúað fyrir fólkinu í bílnum sínum. Enda tók hann ekki áhættu í akstrinum, jafnvel
-161-