Goðasteinn - 01.09.2004, Page 164
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
svo að sumum þótti hann of hægt fara, en alltaf skilaði hann sínum farþegum
heilum í áfangastað og það var honum fyrir mestu.
Þegar hann varð sjötugur, varð hann að hætta skólaakstri, en nokkru áður
leyfði hann sér að kaupa í fyrsta sinn splúnkunýjan bíl úr kassanum, Econoline,
sjálfskiptan, með allri nýjustu tækni, sem hann lét setja framdrif í. Hann hafði
ekki mörg orð um þennan besta bíl sýslunnar að hans mati, en vafalaust hefur
hann hugsað með sér að þrátt fyrir aldur, fengi hann áfram störf við akstur eins og
áður á svo góðum bíl. Það varð raunin með eina og eina tjallaferð á sumrin, sem
gladdi hann mjög mikið.
Hann hafði verið heilsuhraustur nær alla ævi. A annan í páskum 2003 fór hann
til rannsókna á Landspítalann í Rvík, vegna veikinda. Seinni hluta maí fór hann á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands og andaðist þar eftir viku legu, 31. maí. Utför hans
fór fram frá Stóra-Dalskirkju 6. 6. 2003.
Sr. Halldór Gunnarsson
Bóel Kristjánsdóttir frá Voðmúlastaðamiðhjáleigu
Bóel Kristjánsdóttir fæddist á Voðmúlastöðum í
Austur-Landeyjum hinn 14. september 1910. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir frá
Voðmúlastaðaausturhjáleigu og Kristján Böðvarsson
frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, er þar bjuggu, og
var Bóel fimmta í röð 12 barna sem þeim fæddust. Þrjú
þeirra fæddust andvana og yngsta barnið dó viku
gamalt, en þau sem upp kornust voru, auk Bóelar, þau
Guðmundur, Jón, Árni Kristinn, Böðvar, Sveinn
Guðleifur, Marmundur og Guðrún. Auk þeirra systkina
átti Bóel tvær uppeldissystur, þær Unni Júlíusdóttur og Sigríði Guðjónsdóttur. Af
þessum stóra hópi lifðu þau Böðvar og Unnur ein systur sína, en Böðvar lést að
morgni útfarardags Bóelar.
Bóel ólst upp við tíðaranda harðrar lífsbaráttu þar sem dauðinn var aldrei fjarri,
barnadauðinn nálægur hverju heimili og gamalmennum hjúkrað í hverri baðstoí'u
uns hinn hinsti blundur seig á brá. Lífið kenndi henni æðruleysi og mótaði hæg-
látan og stilltan persónuleika hennar frá ungum aldri. Hún missti föður sinn þegar
hún var á ellefta ári sem varð henni þungbær raun sem von var, svo ungri, og
hafði langvarandi áhrif á líf hennar. Sumarið sem hann lést voru þau hjónin að
byggja sér nýjan bæ á Voðmúlastöðum. Með góðra manna hjálp tókst að ljúka því
verki fyrir haustið, og með góðum stuðningi og af miklum dug hélt Sigríður
heimilinu saman og bjó áfram. Þar naut hún ekki síst fulltingis góðra vina í Mið-
hjáleigu, en með þeim Sigríði og Guðjóni bónda þar Sigurðssyni var góð vinátta
og lágu gagnvegir milli heimilanna.
-162-