Goðasteinn - 01.09.2004, Side 166
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
kleinuilminn lagði þaðan um götuna og Bóel gladdi lítil hjörtu og saddi svanga
munna. Þeir dagar voru yndislegir og hún naut þeirra vissulega, eins og margra
annarra viðburðaríkra ánægjustunda í elli sinni, svo sem á ferðalögum eidri borg-
ara, sem þau hjónin tóku virkan þátt í og fóru víða um land sér til óblandinnar
ánægju.
Síðsumars 1994 fluttust þau hjónin á Dvalarheimilið Kirkjuhvol og bjuggu þar
næstu árin. Að þeim var kveðinn sár harmur snemma árs 1996 er Jóna dóttir þeirra
lést eftir erfiða sjúkdómsraun á besta aldri. Ur því dvínuðu kraftarnir hraðar, og nú
tóku dagar lífsins að glata lit sínum. Aldrei æðraðist Bóel né kvartaði, þótt margt
gengi henni í mót næstu misserin, en hélt jafnaðargeði sínu og eðlislægri stillingu.
Ólafur dó á Lundi á Hellu í desember 1999, en Bóel var áfram tii húsa á
Kirkjuhvoli þar til í janúar síðastliðnum að hún fór á Grund í Reykjavík. Þar naut
hún hjúkrunar og umönnunar síðustu mánuðina. Bóel lést á Grund 14. maí 2003, á
93. aldursári. Útför hennar var gerð frá Vomúlastaðakapellu 24. maí 2003.
Sr. Sigurður Jónsson Odcla
/
Elínborg Sigurðardóttir frá Arbakka
Elínborg, eða Ella eins og hún var jafnan kölluð, hét
fullu nafni Þórsteinunn Elínborg Sigurðardóttir og var
fædd þann 20. maí 1909 að Skammbeinsstöðum í
Holtum. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Jakobs-
son frá Neðra-Seli og Guðríður Þorsteinsdóttir frá
Holtsmúla, en þau hjón bjuggu búi sínu á Skammbeins-
stöðum. Elínborg var fimmta í röð 7 barna þeirra hjóna,
en þau voru í aldursröð auk hennar Margrét, f. 1903,
Ágústa f. 1905, Dagmar f. 1906 og Elísabet f. 1907 og
Lára f. 1910. Þegar Þegar Elínborg var tveggja ára að
aldri lést Sigurður faðir hennar af slysförum og
Guðríður móðir hennar rétt komin að því að ala sjöunda og yngsta barnið, eina
bróðirinn, Sigurð. Þá var elsta dóttirin 8 ára gömul. Móðir þeirra hélt þó ótrauð
áfram búskap og hélt saman heimilinu með Árna Guðmundssyni sem kom til
hennar sem ráðsmaður og eignaðist með honum einn son Guðmund sem er f.
1913 og jafnframt tók hún að sér dreng, Benedikt Björnsson f. 1922 og ól hann
upp sem sitt barn væri.
Fjölskyldan bjó í vesturbænum á Skammbeinsstöðum og þar ólst Elínborg upp
við ást og alúð móður sinnar og systkinanna. Hún byrjaði snemma að taka til
hendinni, líkt og tíðkaðist í þá daga og dró ekki af sér, því mikið þurfti til að sjá
þessum barnahóp farboða. Systkinin og fjölskyldan öll var ævinlega sem einn
maður og tengslin milli þeirra náin og kær og það einkenndi fjölskylduböndin alla
tíð. I austurbænum var einnig barnmargt og voru fjölskyldurnar sem byggðu
-164-