Goðasteinn - 01.09.2004, Qupperneq 168
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Ella var kona hinna gömlu og traustu gilda. Það sem hún setti í öndvegi var
manngildið, heiðarleikinn og heilindin og þessum gildum miðlaði hún til barn-
anna sinna og niðja. Réttlætistilfinningin var henni í blóð borin, hreinlyndi ríkti í
huga hennar, kærleikurinn bjó í hjartanu, og hjálpsemin var fygikona hennar.
Og samskiptin við afkomendurna og ástvini, gæfa þeirra og gleði, var helsta
yndi hennar og áhugamál. Yfir þá alla breiddi hún kærleik sinn og umhyggju
Hún var sú gæfumanneskja að halda til æviloka andlegri heilsu, þótt líkaminn
væri orðinn sem brotinn reyr. Bjarni eiginmaður hennar andaðist 2. febrúar 2002,
en þá höfðu þau hjón dvalið um hríð í dvalarheimilinu Lundi, þar sem þau nutu
góðrar ummönnunar, og þar kvaddi hún einnig þetta jarðlíf þann 19 des. sl. og var
jarðsungin í Arbæjarkirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Friðjón Guðröðarson, Fjólugötu 25, Reykjavík
Friðjón Arnar Guðröðarson fæddist í Neskaupstað
hinn I. ágúst 1936. Foreldrar hans, sem báðir eru látnir,
voru hjónin Halldóra Sigfinnsdóttir húsfreyja, sem
ættuð var úr Borgarfirði eystra, og Guðröður Jónsson
frá Neðri-Miðbæ í Norðfirði, kaupfélagsstjóri í
Neskaupstað. Að Friðjóni stóðu því austfirskir stofnar í
báðar ættir, og þeim uppruna var hann alla tíð mjög
trúr. Friðjón var elstur fjögurra systkina. Hin þrjú eru
Hákon, bóndi í Efri-Miðbæ í Norðfirði, sem lést af
slysförum fyrir 12 árum, Sigríður, sem búsett er í
Neskaupstað og Ágúst, bóndi á Sauðanesi á Langanesi.
Æskuheimili Friðjóns var rausnargarður um þjóðbraut þvera, erilsamt og
gestkvæmt menningarheimili, þar sem bændafólk í kaupstaðarferð átti sér griða-
og samastað vísan, miðstöð frétta úr héraði og vettvangur skoðanaskipta er án efa
mótaði að sínu leyti frjóan huga og skarpar gáfur Friðjóns. Þar vó einnig þungt
hin sterka félagslega samstaða og samheldni sem honum þótti einkenna Norð-
firðinga, og dró ekki úr rfkri réttlætiskennd hans og ævilangri hollustu við sjón-
armið samvinnu og félagshyggju, og einarður framsóknarmaður var hann alla tíð.
Þrátt fyrir uppvöxt í hinum mikla útgerðarbæ átti sjómennskan ekki fyrir
Friðjóni að liggja, því piltur var sendur í sveit hvert sumar bernsku- og ungl-
ingsárin, en fór aldrei til sjós. Þeim mun lengur reri hann á mið skólanámsins, en
að loknu landsprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum lá leið hans í Menntaskólann á
Akureyri þaðan sem hann lauk stúdentsprófi 1956 og embættisprófi í lögfræði
lauk hann frá Háskóla Islands 1963. Á þeim árum var kæst, meðan kostur var,
vina- og tryggðabönd hnýtt og brautin mörkuð áleiðis fram á veginn. Að loknu
-166-