Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 169
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
lagaprófi réðist Friðjón til Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku
þar sem hann starfaði til ársloka 1973, en rak jafnlengi að kalla lögfræðiskrifstofu
í Reykjavík með Knúti Bruun.
Friðjón kvæntist hinn 17. júní 1959 bekkjarsystur sinni frá Akureyri, Sigríði
kennara, dóttur hjónanna Guðmundar Karls Péturssonar yfirlæknis frá Hallgils-
stöðum í Hörgárdal, og Ingu Jónu Karlsdóttur hjúki'unarkonu, sem ættuð var úr
Hafnarfirði. Börn þeirra fjögur, sem öll eru búsett í Reykjavík, eru Inga Sólveig,
Halldóra, Sigríður Jóhanna; maki hennar er Sigríður Pálmadóttir, og Guðmundur
Karl. Friðjón og Sigríður áttu heima í Reykjavík lengst af en fluttust 1974 austur
á Hornafjörð þegar Friðjón var skipaður lögreglustjóri á Höfn, og þremur árum
síðar sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu. Friðjón og Sigríður skildu. Eftirlifandi
eiginkona hans er Ingunn Jensdóttir, leikstjóri og vatnslitamálari úr Reykjavík,
dóttir hjónanna Guðrúnar Ingileifar Guðmundsdóttur frá Lómatjörn og Jens
Finnboga Magnússonar íþróttakennara frá Bíldudal. Friðjón og Ingunn gengu í
hjónaband hinn 27. maí 1979. Dóttir þeirra er Ingileif Hrönn, sem býr í foreldra-
húsum. Unnusti hennar er Jónatan Gíslason. Börn Ingunnar af hjónabandi hennar
og Svans Þórs Vilhjálmssonar eru Guðrún Helga, búsett á Ítalíu; maki hennar er
Dante Halleck. Jens Þór býr í Reykjavrk með Hönnu Þorgerði Vilhjálmsdóttur og
Auður Perla er einnig búsett í Reykjavík, í sambúð með Kjartani Má Ásmunds-
syni.
Friðjón og Ingunn voru búsett á Höfn til 1986, en fluttust þá að Hvolsvelli
þegar Friðjón tók við embætti sýslumanns Rangárvallasýslu, sem hann gegndi til
2. janúar 2002.
Starfsferill Friðjóns í sýslumannsembætti markaðist vitaskuld af þeim sam-
félögum sem hann þjónaði, og ekki síður þeim þjóðfélagsbreytingum sem hann
lifði á starfsævi sinni. Enda þótt hann fengi það hlutverk að móta nýtt sýslu-
mannsembætti á Höfn á sinni tíð, tók það mið af gamalgróinni venju þar sem
sýslumaðurinn fór í senn með umboðsvald og dómsvald í héraði. Miklu varðaði
um gengi Friðjóns og giftu í vandmeðförnu hlutverki litríkur karakter hans og
lundarfar, greind hans og glöggskyggni á menn og málefni, innsýn í aðstæður
fólks og sarnúð með þeim sem höfðu góðan málstað að verja, að ógleymdum
óviðjafnanlegum húmor hans. I góðum hópi hermdi hann eftir sérvöldum per-
sónum, og fræg urðu uppnefni hans sem margir nefndu svo, en hann kallaði sjálf-
ur vinsamleg nöfn samsvarandi tilveru, útliti og háttum fólks! Þannig mátti í
starfsliði sýsluskrifstofunnar á Hvolsvelli finna bæði Siðameistarann og heilagan
Tímóteus, og ónefndan öndvegismann úr Rangárþingi sem til skamms tíma sat
löggjafarsamkundu þjóðarinnar kallaði hann aldrei annað en Ármann á Alþingi.
Að sjálfsögðu fór prestastéttin í héraðinu ekki varhluta af nafnbótum Friðjóns, því
tiltekinn sóknarprest sinn kallaði hann Heilagan Anda, og gamla prófastinn með
vel snyrt yfirvaraskeggið Clark Gable!
167-