Goðasteinn - 01.09.2004, Side 173
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
orðinn 10 ára og hann flutti með aðsetur sitt á Kópavogshæli, en heimilið hans, að
beiðni foreldranna, var alltaf í Mið-Mörk.
Á sjiikrastofnuninni naut Guðmundur frábærrar umönnunar og er einkum
þakkað starf Þórhildar Helgadóttur sem var forstöðukona deildar hans í nær 25 ár.
Hún ásamt starfsfólkinu annaðist hann af kærleika og umhyggju. Starfsdagur
þeirra í þjónustu við Guðmund, sem þau voru kölluð til, lýsti upp daginn hans.
Það sást á andliti Guðmundar og látbragði hvað honum þótti vænt um fólkið sem
annaðist hann. Vissulega er það þakkarvert að eiga á sjúkrastofnunum okkar um
land alll góða einstaklinga sem leggja sig alla fram til hjálpar og þjónustu. Og
þegar farið var í ferðalög og Guðmundur sá húsdýrin, kviknaði eitthvað innra
með honum í minningunni að heiman. Og traktorinn úti fyrir á heimilinu vakti
sönni minningar, þannig að í traktorinn vildi Guðmundur fara og dvelja.
Fyrir nokkrum árum var Guðmundur greindur með hrörnunarsjúkdóm, sem
ágerðist, einkum á þessu ári, sem honum var hjálpað til að takast á við eins og
hægt var. Reynt var að hlúa að honum, en sýnt var hvert stefndi. Hann lést 28.
september á stofnuninni, sem hann hafði aldrei farið frá í 42 ár. Utför hans fór
fram frá Stóra-Dalskirkju 4. 10. 2003.
Sr. Halldór Gunnarsson
Guðrún Hermannsdóttir Norðurgarði 9,
síðan Kirkjuhvoli á Hvolsvelli
Guðrún Hermannsdóttir var fædd 1. maí 1918 að
Glitsstöðum í Norðurárdal, dóttir hjónanna þar,
Ragnheiðar Gísladóttur og Hermanns Þórðarsonar
kennara og bónda. Hún var fjórða elst í 8 barna sys-
tkinahópi, en þau eru Unnur f. 1912, Svavar f. 1914,
Gísli f. 1916, þá Guðrún, Vigdís f. 1920, Ragnar f.
1922, Valborg f. 1923 og yngst er Ragnheiður f.
1927. Einnig átti Guðrún 2 hálfsystkini samfeðra,
þau Jón og Ester.
Guðrún ólst upp í foreldrahúsum að Glitstöðum og síðar að Sigmundarstöðum,
en þegar á unglingsárin kom flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem faðir hen-
nar starfaði sem kennari, líkt og fyrir vestan, og Guðrún fetaði í fótspor hans og
hóf þegar kennslu um leið og hún hafði lokið námi við Kennaraskólann. I fyrstu í
nokkur ár á Patreksfirði, en síðan lá leið hennar til Reykjavíkur á ný og þar var
starfsvettvangur hennar lengst af við kennslu í Laugarnes- og Hlíðaskóla. Þá var
hún einnig um nokkurt skeið skólastjóri á Skálatúni sem þá var heimili fyrir
þroskaheft börn og eins forstöðukona um tíma á Silungapolli, þegar það var rekið
sem heimili fyrir börn er bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður.
-171-