Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 175
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Sl. ár dvaldi Guðrún að dvalarheimilinu Lundi og andaðist þar þann 8. maí sl.
og var jarðsungin í Arbæjarkirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
/
Hildur Arnason frá Vestur-Sámsstöðum
Oda Hildur Arnason fæddist í Maribo í Danmörku
25. maí 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suður-
lands á Selfossi 23. janúar síðastliðinn á nítugasti
aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Vigfús Guð-
mann Einarsson, f. árið 1878 í Miðhúsum í Eiða-
þinghá, kaupmaður í Maribo og Bramminge og
herragarðseigandi á eyjunni Endelave í Danmörku, og
Valborg Einarsson, f. 1882, húsmóðir og ljósmyndari
að mennt. Vigfús lést 1972 og Valborg 1985.
Hildur var næstyngst sex systkina, en hin eru
þessi í aldursröð: Irene, f. 1904, d. 1981, húsmóðir í Danmörku, var gift Jens
Bundgaard dr. phil., d. 1976; Edel, f. 1907, hjúkrunarkona og húsmóðir, var gift
Agústi Einarssyni kaupfélagsstjóra, hann lést 1988, hún býr nú í Danmörku;
Ingrid, f. 1909, ljósmyndari og kaupkona, var gift Brynjúlfi Sigfússyni,
orgelleikara og söngstjóra í Vestmannaeyjum, hann lést 1951. Hún býr nú í
Reykjavík; Bjarni Erik, f. 1911, verslunarmaður, var kvæntur Sædísi
Konráðsdóttur, hún lést 2002, hann býr í Kópavogi; Ingibjörg, f. 1917, húsmóðir
og myndlistarmaður, býr í Danmörku, hennar maður er Elvin Erud listmálara.
Vigfús Guðmann faðir Hildar var barnungur þegar hann sleppti heimdraganum
og hélt til Danmerkur til verslunarnáms. Þar gerðist hann athafnasamur bygginga-
verktaki, kaupmaður og stórbóndi um hríð og efnaðist vel. Bernskuheimili Hildar
var ríkmannlegt menningarheimili þar sem systkinin nutu hlýju, menntunar en
jafnframt aga. Þar ólst hún upp til 19 ára aldurs að hún líkt og faðir hennar yfirgaf
æskustöðvarnar ásamt Edel systur sinni og hélt hingað til íslands hvar tvö systkin-
anna voru fyrir. Fyrst í stað réði hún sig í vist á góðu heimili í Reykjavík þar sem
Ingrid systir hennar hafði áður verið og getið sér gott orð.
Hildur og Sigurður Árnason gengu í hjónaband árið 1934 og hófu þá þegar
búskap á Sámsstöðum í félagi við Jón bróður hans. Ekki þarf nokkrum manni að
blandast hugur um að með þessari ráðstöfun hafi unga konan teflt býsna djarft
með því að færast það mikla og ólíka hlutskipti í fang frá því sem hún hafði alist
upp við.
Nú tóku börn þeirra hjóna að líta dagsins ljós eitt af öðru en þau eignuðust sjö
börn sem öll hafa erft góða eiginleika foreldra sinna en þau eru þessi í aldursröð:
1) Unnur, f. 1. apríl. 1936, býr í Þýskalandi, gift Alfred Rohloff og eiga þau
fjögur börn, Björn Geir, Sigurð Alfreð, Björgu Ástrúnu og Steingrím Arthur. 2)
-173-