Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 177
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Gísli og Guðrún eignuðust 8 börn og var Hjörleifur næstyngstur. Systkinin eru
nú öll látin en þau voru þessi í aldursröð:
Jón Alexander, Halldór, Júlía, Aðalheiður, Ingibjörg sem lést á barnsaldri,
Guðrún Ingibjörg lést einnig innan við tveggja ára og Ingólfur. Einnig ólu þau
hjónin upp tvö börn Aðalheiðar dóttur sinnar sem lést ung að árum, þau Huldu og
Baldur Sigurlásbörn. Hulda býr á Hvolsvelli en Baldur er látinn. Einnig ólst upp
hjá þeim Ingibjörg Sveinsdóttir sem kom lil þeirra aðeins tveggja vikna gömul,
flutt á hnakknefi, en hún er látin.
Hinn 6. jan. árið 1935 gengu Hjörleifur Gíslason og Ragnheiður Agústa Túbals
í hjónaband.
Hún fæddist í Múlakoti hér í Fljótshlíð 13. des. árið 1907, dóttir hjónanna
Guðbjargar Aðalheiðar Þorleifsdóttur húsfreyju frá og í Múlakoti og Túbals Karls
Magnúsar Magnússonar frá Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, bónda í Múlakoti.
Ágústa lést á heimili sínu að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 17. feb. 2001 á nítugasta og
fjórða aldursári.
Hjörleifur og Ágústa stofnuðu sitt fyrsta heimili í Vestamannaeyjum þar sem
Hjörleifur sótti sjó og stundaði aðra almenna verkamannavinnu um þriggja ára
skeið. Árið 1937 tóku þau sig upp og fluttu að Búðarhóli í A.-Landeyjum sem þau
leigðu og hófu þar hefðbundinn búskap.
Þar fæddust börnin þeirra tvö, þau Guðbjörg Karlotta og Júlí Heiðar. Guðbjörg
fæddist 23. ágúst 1940, gift Herði Björgvinssyni og eiga þau Hjörleif f. 1961 og
Ragnheiði Björgu f. 1964. Þau eru búsett í Reykjavík. Júlí fæddist 21. feb. 1942,
kvæntur Auði Helgu Jónsdóttur og eiga þau Margréti f. 1964 og Önnu Berglindi f.
1968. Þau eru búsett í Þorlákshöfn. Áður átti Júlí dótturina Guðbjörgu Túbals, f.
1961, en hana ólu Ágústa og Hjörleifur upp frá tveggja mánaða aldri og gengu að
fullu og öllu í foreldrastað. Guðbjörg býr á Staðarbakka í Fljótshlíð, gift Kristni
Jónssyni og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn.
Eftir 9 ára veru að Búðarhóli, eða árið 1946, fluttu Hjörleifur og Ágústa
búskap sinn að Efri-Þverá í Fljótshlíð. Þá jörð leigðu þau en keyptu allan húsakost
jarðarinnar. Eftir tuttugu og þriggja ára samfelldan búskap, árið 1960, brugðu þau
búi og fluttu til Þorlákshafnar, sem mun hafa verið næsta einhliða ákvörðun hans.
Þaðan stundaði Hjörleifur sjómennsku til margra ára, var landverkamaður og
síðast hafnarvörður.
Þegar Ágústa var farin að heilsu ákvað Hjörleifur að nú væri best að hægja á
og sótti um dvöl á Kirkjuhvoli, hvert þau hjónin fluttu árið 1985. Valinu réð
áreiðanlega tengsl þeirra beggja við Hlíðina og ekki síður að komast í nágrenni
við Guðbjörgu og Kristin á Staðarbakka, börnin þeirra og dýrin. Á Kirkjuhvoli
nutu þau góðrar umönnunar og alúðar meðan bæði lifðu og ekki dró úr því eftir
að Ágústa lést. Fyrir umönnun, alúð og hlýju er starfsfólki Kirkjuhvols færða
kærar þakkir.
-175-