Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 178
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Hjörleifur var að ýmsu leyti sérstæður maður og oft batt hann sína bagga ekki
sömu hnútum og aðrir menn. Hann var heldur lágvaxinn, samsvaraði sér vel,
snöggur í snúningum og lipur, laglegur maður skarpra andlitsdrátta, kíminn á svip
með blíðu og hlýju í augum. Hann hafði sérlega góða nærveru, var alla líð ósér-
hlífinn, hjálpsamur og greiðvikinn. Hann sá t.a.m. til margra ára um að sækja
matinn út í Hvol áður en eldhús komst í gagnið á Kirkjuhvoli, ævinlega endur-
gjaldslaust. Hann mætti í sauðburðinn á Staðarbakka til margra ára við fyrsta
hanagal og dró aldrei af sér, kunni líka vel til verka, enda verkhagur. Hann girti
einn og með Kristni og gerði það svo vel að við lá að girðingarnar væru músheld-
ar og svo mætti áfram telja.
Hjörleifur og Agústa höfðu yndi af ferðalögum og þeir eru fáir landshlutarnir
sem þau hjónin hafa ekki litið, enda ferðuðust þau mikið saman hér innanlands.
Vel mátti lesa af svip hennar þá þegar svo bar við að fátt jafnaðist á við það að
vera sest upp í bílinn með Hjörleifi á leið í ferðalag.
Si: Onundur Björnsson Breiðabólstað
Ingibjörg Soffía Einarsdóttir,
Þrúðvangi 26, Hellu
Ingibjörg Soffía Einarsdóttir var fædd í Hallskoti í
Fljótshlíð 2. nóvember 1929. Foreldrar hennar voru
hjónin Margrét Eiríksdóttir og Einar Þorsteinsson,
sem þar bjuggu, og var Ingibjörg næstelst af fjórum
börnum þeirra. Systkini hennar, sem öll lifa hana, eru
Oskar, Agústa og Eiríkur, sem og uppeldissystir
þeirra, Guðrún Sveinsdóttir.
Þau systkin ólust upp við mikið ástríki og umhyggju í foreldrahúsum. Heimilið
var ekki ríkt af veraldarauði og því munaði um viðvik hvers og eins á heimilinu.
Ingibjörg vandist þannig við vinnu frá unga aldri, hlaut snemma að taka þátt í
bústörfunum, og var vinnusemi hennar og dugnaður annálaður. Fyrir tvítugt fór
hún til starfa utan heimilis, og vann þá m.a. í Tryggvaskála á Selfossi um tíma.
Ingibjörg giftist hinn 5. ágúst 1950 Þórarni Pálssyni frá Eystra-Fróðholti á
Rangárvöllum, syni hjónanna Páls Pálssonar og Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur. Þau
bjuggu fyrsta misserið á Selfossi en fluttust síðan að Hellu þar sem þau áttu heima
æ síðan. Þórarinn lést fyrir rúmum 9 árum. Þeim hjónum fæddust níu börn, þar af
einn andvana drengur, en þau 8 sem upp komust eru Erna, búsett á Hellu, Sigrún,
búsett í Mosfellsbæ, gift Atla Gunnarssyni, Þorsteinn, búsettur í Kristiansand í
Noregi, kvæntur Gro Udby, Aðalheiður býr á Hellu með Erni Hrólfssyni, Katrín,
-176-