Goðasteinn - 01.09.2004, Side 180

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 180
Látnir 2003 Goðasteinn 2004 sama mánaðardag árið 1995. Þeim varð auðið fjögurra barna. Elst var Málfríður sem dó tveggja daga gömul í nóvember 1927, en yngri systkini Ingólfs voru Valgeir, fræðimaður á Þingskálum, sem lést 1994, og Sólveig, bóndi þar, sem lifir bróður sinn. Ingólfur ólst upp við mikla festu og ástríki foreldra sinna, og vandist við fast- heldni og tryggð við starfshætti og vinnulag gamla tímans sem lengi var í heiðri haft á Þingskálum. Hann var bráðger og næmur þegar sem lítill drengur, minnug- ur svo af bar, og mundi eftir sér óvenju snemma. Þannig kunni hann að vísa til atvika og persóna sem tengdust heimilinu þegar hann var fárra ára gamall, og mátti minni hans á slíka hluti svo og það sem hann hafði lesið og numið af bókum, heita óbrigðult. Ingólfur var líka bókhneigður frá unga aldri, var ekki síst næmur á bundið mál og kunni ógrynni kvæða og sálma. Sönglist var iðkuð á Þingskálaheimilinu þótt ekkert væri hljóðfærið, og því gerðist Ingólfur snemma handgenginn sálmalögum og þjóðlögum. Ekki dró blessað Ríkisútvarpið heldur úr áhuga hans og þekkingu á þessum þáttum menningarinnar, fremur en öðrurn, en þangað sótti hann sér ekki síður fróðleik og menntun, og fylgdist jafnan vel með gangi þjóðlífs og þjóðmála, þótt hvorki væri hann mannblendinn né víðförull. Ingólfur var þvert á móti hlédrægur inaður og hæverskur, en virti mikils þá er gáfu honum færi á sér og leituðu samneytis við hann, þótt sannarlega væri hann ekki allra, sérvitur í besta lagi og langt frá því skoðanalaus, enda kom snemma í ljós að hann stóð nokkuð fjarri hinni troðnu leið fjöldans. Ingólfur var prúðmenni í framkomu og ljúfur í umgengni, snyrtiinenni til allra verka og gegndi öllum skyldum sínum á þann hátt. Verkahringur hans var bundinn búinu á Þingskálum alla ævi, en góðar gáfur hans, bókhneigð og fræðaeðli nutu sín ekki síður í aðstoð hans við Valgeir bróður hans þegar Rangvellingabók var í smíðum á sínum tíma, og hin hliðstæðu verk um ábúendur fleiri sveita hér í héraðinu, sem Valgeir vann að þegar hann féll frá, og Ragnar Böðvarsson tók við. Honum var Ingólfur innan handar við verkið eftir það, og á Ragnar þakkir skildar fyrir sinn þátt í því góða samstarfi sem með þeim tókst. Ingólfur var athugull maður á alla grein, skynsamur og æðrulaus, og tók af stillingu því sem að bar, ástvinamissi fyrir tæpum áratug, heimilistjóni í jarð- skjálftunum sumarið 2000 og breytingum í kjölfarið, og nú síðast veikindum sínum. Hann mætti örlögum sínum óbugaður, kvartaði aldrei þótt þjáður væri en lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann var trúmaður, átti í hjarta sér hina kristnu von upprisu og eilífs lífs, og kveið ekki vistaskiptunum, sem hverjum manni eru búin, þegar degi var tekið að halla í lífi hans. Ingólfur lést eftir nokk- urra vikna sjúkdómslegu á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 15. mars 2003, 73ja ára að aldri. Hann varð jarðsettur á Keldum 22. mars 2003. Sr. Sigurður Jónsson Odcla -178-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.