Goðasteinn - 01.09.2004, Page 184
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
góður vélamaður og vildi hvers manns götu greiða í hvívetna. I Rangárþingi var
hans staður á jörðu, hvergi sá hann víðáttu fjallahringsins máttugri og hvergi var
himininn bjartari og sjóndeildarhringurinn stærri en hér.
Sunnudagurinn 14. desember 2003 var ekki sérlega frábrugðinn öðrum dögum
í héraðinu, fremur napur reyndar, en þó bjartur, þó komið væri á miðja jólaföstu.
Þegar á daginn leið bárust skilaboðin um að Jón í Bakkakoti væri allur. Hann
hafði fallið um heima við í Bakkakoti og var þegar örendur.
Jón Ársælsson var sonur þessa héraðs. I Landeyjum var hann fæddur og í
Landeyjum hvíla bein hans. Hann var jarðsettur í Akureyjarkirkjugarði þann 20.
desember.
Sr. Skírnir Garðarsson
/
lón Olafsson frá Leirum undir Eyjafjöllum
Jón Olafsson fæddist á Leirum, Eyvindarhólasókn
14. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala - Háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi 25. júlí 2003. Foreldrar Jóns
voru þau Margrét Þórðardóttir, fædd á Rauðafelli í
A.-Eyjafjallahreppi 14. maí 1872 og Ólafur Jónsson
fæddur á Leirum undir Eyjafjöllum 7. nóvember
1872.
Systkini Jóns voru: Halldór Jón, Guðmundur
Kjartan og Guðrún og eru þau öll látin. Uppeldis-
systir Jóns er Júlía Ólafsdóttir. Jón Ólafsson kvæntist Guðlaugu Ragnheiði
Guðbrandsdóttur, fædd 18. mars 1921. Jón og Guðlaug stofnuðu heimili í
Vestmannaeyjum og stundaði Jón þar sjómennsku fyrstu árin. Eftir það starfaði
hann sem verslunarstjóri hjá Helga Benediktssyni útgerðarmanni í Vestmanna-
eyjum. Jón Ólafsson flutti ásamt eiginkonu sinni og börnum til Reykjavíkur og
starfaði þar hjá Árna Pálssyni kaupmanni og Valdimari Gíslasyni kaupmanni.
Síðustu tuttugu ár starfsævi sinnar starfaði Jón Ólafsson hjá Skeljungi sem stöð-
varstjóri.
Jón naut góðrar heilsu fram í háa elli og átti og ók bíl fram yfir níræðisaldur.
Helstu áhugamál hans voru ferðalög og stangveiði og var hann löngum fengsæll
þegar hann kastaði færi.
Guðlaug eiginkona Jóns lést fyrir aldur fram þann 27. fehrúar 1966. Börn
þeirra eru Sirrý Laufdal, sambýlismaður Erlingur Brynjólfsson; Ólafur Laufdal,
maki Kristín Ketilsdóttir; Trausti Laufdal, maki Hrönn Haraldsdóttir; Hafdís
Laufdal, maki Aðalsteinn Pétursson; og Erling Laufdal. Börn og barnabörn Jóns
eru orðin 49 talsins.
Eftirlifandi eiginkona Jóns Ólafssonar er Ingigerður Runólfsdóttir frá Beru-
-182-