Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 189
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
einka sé, að afla áður en eytt er. Hann var um langt árabil forðagæslumaður
sveitarinnar og sinnti því starfi af mikilli trúmennsku.
Fjallferðir og Veiðivatnaferðir voru dálæti Ragnars, þar á heiðum uppi og í
óbyggðum naut hann sín. Fátt vissi hann skemmtilegra en að heimta fé af fjalli,
renna fyrir fisk og nytja Vötnin en síðast en ekki síst að vera í félagsskap góðra
vina og sveitunga í þessum ferðum.
Ragnar var hlýr og jafnan glaður í lund. Og við nánari samskipti kynntust
menn enn betur glettni hans og góðvild. Oftar en ekki var sem eitthvert blik væri í
augum hans og svip eins og undanfari einhvers skemmtilegs og góðs, sem á eftir
fylgdi. Hann vildi ekki gera á hlut nokkurs, en búa að sínu og vera sjálfum sér
nógur og standa í skilum með sitt. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum, en oft á
tíðum sýna athafnir meira en flest annað.
Ragnar var einn þeiiTa manna sem bjó yfir þeim lífsþroska, sem ekki verður
lærður í skólum, en finnst hjá þeim sem umgangast náttúruna daglega og eiga allt
sitt undir því að lögmál hennar og sköpunarverkið allt sé virt, þeim sem fer vel
með allt sem því er trúað fyrir, þeim sem fer sparlega með orð vegna þess að hann
veit að þau verða ekki aftur tekin, þeim sem tekur öllu sem að höndum ber með
stillingu og lifir í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og samferðamenn. I slíkum
jarðvegi lágu rætur Ragnars Marteinssonar. Hann var maður fárra orða, en stóð og
féll með gjörðum sínum.
Ragnar naut blessunar góðrar heilsu uns halla tók undan fæti á efri árum eftir
annasaman dag. En skýru minni og andlegu fjöri hélt hann til hinstu stundar.
Hann andaðist á dvalarheimilinu Lundi 28. nóvember sh Ragnar var jarðsunginn í
Sr. Hallclóra J. Þorvarðardóttir
Sif Sighvatsdóttir, Lyngási í Holtum
Sif Sighvatsdóttir f. 17. janúar 1988, yngsta barn
þeirra hjóna Báru Guðnadóttur og Sighvats Svein-
björnssonar á Lyngási í Holtum. Eldri systkini henn-
ar fjögur eru þau Kristinn Jón, Þórunn, Guðni og
Hörður. Þetta var fjölskyldan á Lyngásnum og fram-
undan virtust vera ár mörkuð hefðbundnu fjölskyldu-
lífi, uppeldi barnanna í önn og yndi daganna. En
skjótt skipast veður í lofti og lífstakturinn í Lyngási
var harkalega skekinn, aðeins nokkrum mánuðum
eftir fæðingu Sifjar litlu. Og þá varð sú sára staðreynd ljós að það er ekki sjálfgef-
ið að njóta lífs og heilsu. Sif voru sköpuð þau örlög að lifa veik það sem eftir var.
-187