Goðasteinn - 01.09.2004, Side 190
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
en hún var vafin örmum og ástúð móður sinnar og föður og systkinanna allra og
seinna naut hún yndislegrar aðhlynningar á heimilinu í Alftarimanum og í skóla-
vistinni á sérdeild Selfoss.
Sif andaðist þann 28. október 2003 og var jarðsungin í Árbæjarkirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Soffía Gísladóttir var fædd í Görðum í Vestmanna-
eyjum 31. des. 1915. Foreldrar hennar voru Gísli Þórð-
arson frá Ormskoti í Fljótshlíð f. 1877, d. 1943, sjó-
maður og kaupamaður í Vestmannaeyjum og kona hans
Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja frá Auraseli í sömu
sveit f. 1886. Hún lést af mislingum skömmu eftir
barnsburð í Vestamannaeyjum árið 1917 frá sjö börnum
en þá var Soffía á öðru ári. Yngsta barnið lést skömmu
eftir fæðingu.
Systkini Soffíu voru: Haraldur, sjómaður í
Vestmannaeyjum, hann er látinn; Sigríður gift Olafi Jónssyni loftskeytamanni í
Reykjavík, hún er látin; Guðlaug húsmóðir í Reykjavík, látin; Kristján fyrrverandi
leigubílstjóri í Reykjavík kvæntur Halldóru Stefánsdóttur og Fanney húsmóðir í
Reykjavík.
Við fráfall Guðleifar syrti í álinn fyrir Gísla og börnin hans ungu. Honum hefur
sjálfsagt verið einn kostur nauðugur en hann var sá að leysa upp heimilið og
koma börnunum í fóstur. Það varð úr og fór hann því með börnin sín frá Eyjum
upp á Landeyjarsand og þaðan tvístraðist hópurinn. Haraldur, sem var elstur og
Soffía, sem var yngst, voru send í fóstur að Múlakoti til Túbals Magnússonar og
konu hans Guðbjargar Þorleifsdóttur sem tóku þau í fóstur. Fanney fór að
Miðkoti, Sigríður að Hamragörðum, Guðlaug að Breiðabólstað og síðar Grjótá en
Kristján fylgdi föður sínum en var þó mikið í sveit í austurbænum í Múlakoti.
Fóstursystkini Soffíu, börn Túbals og Guðbjargar voru: Lilja Túbals, var gift
Jóni Guðjónssyni bónda á Svanavatni í Landeyjum, Olafur Túbals listmálari og
bóndi í Múlakoti, var kvæntur Láru Eyjólfsdóttur, Soffía Túbals framkvæmda-
stjóri í Reykjavík og Ágústa Túbals, gift Hjörleifi Gíslasyni bónda á Efri-Þverá
og síðar búsett í Þorlákshöfn. Þau eru nú öll látin.
I Múlakoti kynntist Soffía verðandi eiginmanni sínum, Jóni Inga Jónssyni eða
Inga eins og hann ætíð var kallaður. Ingi fæddist í Dufþaksholti í Hvolhreppi 8.
febrúar 1911 en hann lést 30. ágúst 1996. Loreldrar hans voru hjónin Guðlín Jóns-
dóttir húsfreyja og Jón Jónsson bóndi í Dufþaksholti. Ingi hafði misst föður sinn
-188-