Goðasteinn - 01.09.2004, Side 194

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 194
Látnir 2003 Goðasteinn 2004 Þorsteinn var farsæll bóndi, hann bjó góðu búi, sem skilaði afrakstri. Þau hjónin stóðu samhent í daglegu starfi og áttu saman langa og farsæla sambúð. Búskapurinn var ævistarf hans og hugur hans var allur bundinn Guttormshaga, þar lifði hann og bjó - þar var lífsstarfinu skilað. Og jörðin var honum kær, - hver blettur, hvert leiti, hver hóll átti sitt örnefni og Þorsteinn þekkti þau öll, hann þekkti hvern lófastóran blett á landinu sínu, kunni skil á öllu og hélt því til haga. Og hann naut þeirrar gleði sem ein færir bóndanum sátt, þegar hann lítur yfir jörð sína og sér tún breiðast út og þriflegan búfénað dreifa sér um haga og vera rekinn á afrétt á sumrin. Með árunum gekk Olafur sonur hans til liðs við hann og tók við búskapnum að fullu árið 1964, en þau Þorsteinn og Ólöf bjuggu í mörg góð og heillarík ár í húsi sínu í skjóli þeirra Ólafs og Helgu tengdadóttur þeirra, og nutu þau umönnunar þeirra og ástríkis allt þar til Ólöf veiktist og fór að Lundi fyrir rúmu ári en Þor- steinn var heima þar lil rúmum tveimur mánuðum fyrir andlátið. Þorsteinn var maður óbyggðanna. Hann var náttúruunnandi og naut sín á fjöll- um, og þegar þangað var haldið, sló hjarta hans í takt við eðli landsins. Þar naut hann þess að takast á við óblíð náttúruöflin sem og skynja og njóta fegurðarinnar. Hann fór um árabil í fjallferðir á haustin upp á Landmannaafrétt. Hann þekkti afréttinn vel, var fróður um öll örnefni og staðháttu. Þar var hann á heimavelli, aðgætinn og athugull, haggaðist lítt á hverju sem gekk, í ógöngum sem illviðrum, í slíkum aðstæðum skyldi manninn reyna og þar kom lundin og karlmennskan í ljós. Náttúra landsins og ekki síst hálendið var í einhvers konar dularfullu samhengi við lífsviðhorf Þorsteins og mótaði hann sem einstakling. Hann fann uppsprettu gleði og nautna í línum fjallanna, í litbrigðuni lands og lagar, í nið fossanna, hrikaleik gljúfranna og sendnum skriðum öræfanna, á vetrarkvöldum í tindrandi stjörnum og iðandi norðurljósum. - þá var hann í lifandi tengslum við landið, - samofinn því. Þorsteinn var fulltrúi hinna gömlu gilda, en á hans búskaparárum lifði hann eina þá mestu byltingu sem orðið hefur í íslenskum sveitum - lifði að sjá sveit- irnar verða megnugar um að fæða þjóðina og gott betur, og heyra hvatningu til bænda um að framleiða minna. Þessar þjóðlífsmyndir dró hann upp í pistlum sínum er hann drap niður penna, skýrt og án skrúðmælgi, - tjáði hugsanir sínar umbúðalaust, reit skoðanir sínar og dró ekkert undan. Hann talaði ekki til að þóknast viðmælanda sínum, heldur til að lýsa hugsun sinni og fá aðra skoðun á móti. Þetta átti hann afskaplega auðvelt með, því hann hlaut í vöggugjöf óvenju- legt næmi fyrir íslenskri tungu og máli og beitti þeim hæfileikum óspart í skrifum sínum. Hann var fróðleiksbrunnur og frásagnargáfan var honum meðfædd og nærð í uppvexti og hann hafði lifandi áhuga á fólki og mannlífinu öllu, þjóð- félags- og heimsmálum, stálminnugur og alls staðar var hann vel með á nótunum. -192-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.