Goðasteinn - 01.09.2004, Side 196
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
afar fylgin sér, en ævinlega sanngjörn og ærleg. Af stakkstæðinu í Eyjum fór hún
í sveit m.a. til frændfólks síns í Eyvindarmúla hér í Fljótshlíð til að létta undir og
læra handtökin við sveitarstörfin sem sannarlega átti síðar eftir að koma henni vel.
Þórhildur lærði ung á píanó hjá Önnu apótekarafrú í Eyjum og það nám varð
hennar lífsins yndi nánast til hinsta dags. Þegar hún var 17 ára fór hún í Kvenna-
skólann í Reykjavík og lauk þar námi árið 1922.
Haustið eftir stofnaði hún ásamt skólasystur sinni smábarnaskóla í Vestmanna-
eyjum sem þær ráku næstu tvo vetur.
A námsárunum í Reykjavík kynntist Þórhildur mannsefni sínu, Sveinbirni
Högnasyni. Hann var uppeldissonu Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli í Mýrdal en
Halldór bróðir Eyjólfs var kvæntur Guðfinnu móðursystur Þórhuldar. Á heimili
þeirra í Reykjavík áttu þau bæði athvarf á þessum tíma
Sveinbjörn var sonur Högna Jónssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur, hjóna í
Sólheimakoti í Mýrdal, sem bæði létust um aldur fram.
Sveinbjörn kom heim að loknu guðfræðinámi í Kaupmannahöfn og Leipzig
vorið 1926. Þann 12. júní sama ár gengu þau Þórhildur og Sveinbjörn f heilagt
hjónband í Vestmannaeyjum. Hálfum mánuði seinna vígðist Sveinbjörn til Lauf-
ássprestakalls í í S.-Þing. og fluttu ungu prestshjónin þegar þangað norður.
I Laufási fæddist þeim fyrsta barnið, en eftir tæpa ársdvöl nyrðra tóku þau sig
upp og fluttu suður. Séra Sveinbjörn var kjörinn sóknarprestur í Breiðabólstaðar-
prestakall og fékk veitingu frá 17. febrúar 1927 og þjónaði hér allt til þess dags að
hann lét af embætti árið 1963.
Þórhildur og séra Sveinbjörn eignuðust fjögur börn sem eru þessi í aldursröð:
Ragnhildur f. 25. mars 1927 húsfreyja í Lambey, gift Jóni Kristinssyni f. 16.
nóv. 1925 bónda og listmálara og þeirra börn eru Guðbjörg, Þórhildur, stúlka sem
dó fárra daga gömul, Kristjana, Sveinbjörn, Kristinn, Katrín, Þorsteinn og Sigrún.
Sonur Jóns frá því fyrir hjónaband er Gunnar Rafn.
Næstur er Sváfnir f. 26. júlí 1928 fyrrv. prestur og prófastur að Kálfafellsstað í
Skaftafellsprófastsdæmi og síðar hér á Breiðabólstað. Fyrri kona hans var Anna
Elín Gísladóttir f. 29. apr. 1930, látin 20. feb. 1974. Börn þeirra eru Þórhildur,
Gísli, Hulda, Elínborg, Sveinbjörn, Vigdís, Sigurlinn og Sigurjón. Seinni kona
séra Sváfnis er Ingibjörg Þ. Halldórsdóttir f. 26. jan. 1936, tækniteiknari og hús-
freyja á Hvolsvelli. Synir hennar og stjúpsynir sr. Sváfnis eru Guðbjartur Ingvar
og Ásbjörn Elías Torfasynir
Elínborg f. 10. júní 1931, fyrrv. kennari, læknaritari og húsfreyja í Reykjavík
en hennar maður er Guðmundur Sæmundsson f. 7. ágúst 1932, tæknifræðingur.
Börn þeirra eru Sæmundur og Þórhildur.
Yngst er Ásta f. 9. júlí 1939 fyrrv. bankastarfsmaður og húsfreyja í Reykjavík
og er maður hennar Garðar Steinarsson f. 5. ágúst 1938 flugstjóri og eru börn
þeirra Hróðný, Þórhildur og Páll.
-194-