Goðasteinn - 01.09.2004, Page 197
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Auk þess ólst upp hjá Þórhildi og sr. Sveinbirni systursonur Þórhildar,
Runólfur Runólfsson.
Afkomendur Þórhildar og séra Sveinbjarnar eru alls orðnir 70 talsins.
Þrátt fyrir annríki heima á Breiðabólstað lét Þórhildur fátt aftra sér frá að sækja
mannamót og menningarviðburði, enda var hún félagslynd og naut þess að
umgangast fólk. Hún hafði einnig yndi af því að ferðast og hafði víða farið um
eigið land á sinni löngu ævi, á hestbaki, með bifreiðum, bátum og jafnvel borið
við að þeysa með vélsleðum með unga fólkinu eftir að slík farartæki komu til
sögunnar.
Utanlandsferðir voru fyrrum fátíðar, en sumarið 1937 dvaldi Þórhildur með
manni sínum í Þýskalandi og Danmörku um tveggja mánaða skeið og vorið 1958
fóru þau til Rómar og náðu páfafundi í Péturskirkjunni. Síðar heimsótti hún Spán
í fylgd yngra fólks í fjölskyldunni
Eftir fráfall manns síns árið 1966 bjó hún áfram í allmörg ár á Staðarbakka,
nýbýlinu sem þau höfðu reist og flutt í vorið 1963 þegar þau fóru frá Breiðaból-
stað. Þar var hún í nábýli við dóttur sína og tengdason í Lambey og þeirra stóra
barnahóp. Þegar aldur færðist yfir og kröftum hnignaði fluttist hún til dóttur sinn-
ar og fjölskyldu hennar í Lambey og naut þar umönnunar og atlætis sem best
mátti verða í um 20 síðustu æviárin, allt þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Lund
á Hellu 12. maí 2003. Þar naut hún góðs atlætis og hjúkrunar uns yfir lauk.
Þórhildur var ekki aðeins húsmóðir á Breiðabólstað heldur gekk hún til kirkju
með manni sínum og síðar syni og sá um kórstjórn og orgelleik í kirkjum
prestkallsins í nærfellt 40 ár. Hún var einnig um árabil í forystu fyrir Kirkju-
kórasambandi Rangárvallaprófastsdæmis.
Þórhildur hafði hlýja og notalega nærveru, var nærgætin og umhyggjusöm við
alla þá sem hún umgekkst. Henni var gefinn trúarstyrkur og andlegt þrek sem
gerði henni kleift að „vega upp björg á sinn veika arm", hvenær sem á reyndi og
þörf krafði. Hún hafði yndi af því að hirða um kirkjuna sína, leika á orgelið og
stjórna söng við guðsþjónustur og aðrar athafnir og setti þá ekki fyrir sig erfið og
fyrirhafnarsöm ferðalög þeirra erinda.
Er Þórhildur náði 100 ára aldri 20. jan. 2003 var henni haldið tjölmennt og
veglegt samsæti og lék hún þar fyrir afmælisgesti á píanó. Voru henni færðar
verðskuldaðar þakkir fyrir langt og farsælt ævistarf sem unnið var í anda þjónustu
og tillitssemi við náungann og veitti birtu og blessun yfir líf ástvina og samferðar-
fólks.
Þórhildur lést á Lundi hinn 21. des. 2003 og var útför hennar gerð frá Breiða-
bólstaðarkirkju 3. jan. 2004.
Sr. Önundur Björnsson Breiðabólstað
-195-