Goðasteinn - 01.09.2004, Page 198
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Þórunn Jónsdóttir frá Lækjarbotnum
Þórunn Jónsdóttir var fædd 28. október 1919 að
Lækjarbotnum í Landsveit. Foreldrar hennar voru
hjónin Jón Arnason frá Ósgröf og Látalæti, bóndi á
Lækjarbotnum og seinni kona hans, Steinunn Lofts-
dóttir frá Stúfholti í Holtum. Þórunn var fjórða í röð
sex systkina, en þau eru Arni Kollin f. 1915, Loftur
Jóhann, f. 1916, Matthías f. 1918, Brynjólfur f. 1922
og Geirmundur f. 1924. Eins átti Þórunn þrjú eldri
hálfsystkini af fyrra hjónabandi Jóns föður hennar, en
hann var áður kvæntur Jónínu Sigurðardóttur frá
Hagakoti í Holtum. Þeim varð þriggja barna auðið,
þeirra Ástu f. 1903, Sigþrúðar f. 1908 og Jóns f. 1912, en móðir þeirra lést af
barnsförum við fæðingu hans.
Þórunn ólst upp í vari foreldra og í samheldnum systkinahópi sleit hún barns-
skónum. Rétt eftir tvítugsaldurinn fór Þórunn í nokkur ár, seinni hluta vetrar, til
starfs í Reykjavík, en var annars heima og stóð við hlið foreldra sinna, og eftir að
móðir hennar andaðist stóð hún fyrir heimilinu með föður sínum og síðar Brynj-
ólfi bróður sínum. Vart er að efa að veganesti Þórunnar frá uppvaxtarárunum hafi
reynst henni heilladrjúgt til þeirra starfa sem við tóku.
Hún hlaut í arf gestrisnina og myndarskapinn sem ætíð vpr í heiðri hafður á
heimili hennar og var hún þar enginn eftirbátur. Lækjarbotna*r liggja í alfaraleið
og í gegnum árin oft gestkvæmt þar á bæ. Þangað var gott að koma, móttökur
hjartanlegar og greiðviknin þeim systkinum, henni og Brynjólfi, í blóð borin.
Ætíð virtist nægur tími og vilji til gestamóttöku á heimili þeirra systkina, og sá
velvilji sem gestum var sýndur var dæmigerður fyrir alla þeirra framgöngu.
Eljusemi og iðni var þeim eðlislæg. Þau voru samtaka í öllu er að búinu laut og
andi einingar og heimilishlýju umvafði alla er þau sótti heim.
Hjá þeim systkinum fór saman að gamlar hefðir voru í heiðri hafðar þar sem
ráðdeild og búhyggindi réðu ríkjum, jafnt utan dyra sem innan, en einnig fram-
farahugur og lfamsýni. Búið var arðsamt og vel rekið, enda Brynjólfur dugnaðar-
bóndi, fljótur til verka og verkadrjúgur og þeim systkinum búnaðist vel. Undir
þeirra hendi urðu Lækjarbotnar myndarlegt býli með reisulegum byggingum og
miklum ræktunarframkvæmdum.
Þórunn nýtti þann tíma er hún átti aflögu til að sinna hugðarefnum sínum. Hún
var mikil handverkskona. Hannyrðir af ýmsum ólíkum gerðum léku í höndum
hennar af einstaki'i natni allt fram á síðustu árin, og heimilishaldið allt bar vitni
fögru handbragði hennar.
-196-