Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 200
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Guðni Þráinn Þorvaldsson, Oddakoti,
Austur-Landeyjum
Þráinn fæddist 11. mars 1945 í Kirkjulands-
hjáleigu. foreldrum sínum, hjónunum Þorvaldi Guð-
mundssyni frá Sigluvík og Astu Jóhannsdóttur frá
Efri-Vatnahjáleigu, sem níí nefnist Svanavatn, og var
yngstur þriggja systkina, þeirra Jóhönnu Maríu og
Agústu Kristínu.
Foreldrar Þráins höfðu hafið búskap á Uxahrygg
1933, síðan ári síðar búið á Bryggjum í eitt ár og
síðan á Kirkjulandshjáleigu til 1949, þegar fjölskyldan fluttist að Oddakoti. Það
var búið af mikilli nægjusemi, þar sem allt var unnið heima af trúnaði og sam-
viskusemi. Við þær aðstæður ólst Þráinn upp. Hann lærði snemma ósérhlífni og
nægjusemi, gestrisni og hjálpsemi. Var glaðsinna, úrræðagóður og fljóthuga. Þá
var sagt að hann færi fram úr sjálfum sér, en það taldi hann sjálfur vera einn af
sínum betri kostum, því ella hefði hann misst af mörgu. Hann lærði af föður
sínum að vera hestamaður.
Æska Þráins leið hjá með skólagöngu og vinnu með foreldrum sínum heima. A
heimilið kom elsta dóttir Jóhönnu systur hans, Asta Kristín, sem varð eins og
yngri systir hans. Þegar hann var 17 ára fór hann til systur sinnar Kristínar á
Patreksfirði og vann þar og kom ánægður og stoltur heim með sitt bflpróf. Sfðan
tóku við ýms störf utan heimilis, m.a. vélavinna hjá Ræktunarsambandi
Landeyinga, fiskvinna og smíðastörf í Þorlákshöfn og vinna við Búrfellsvirkjun.
Upp úr 1967 kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur frá
Seyðisfirði, og hófu þau fyrst búskap með foreldrum Þráins í Oddakoti 1970 og
stuttu sfðar tóku þau alveg við búskapnum, stækkuðu búið, ræktuðu jörðina og
bættu við húsakostinn. Sonur Kristínar, Sigurbjörn Hjörtur Guðjónsson, varð fóst-
ursonur Þráins og síðan eignuðust þau börnin Ástvald Bjarka 1971, Katrínu Ósk
1974 og Helenu Sigurbjörgu 1979.
Þráinn var sannur ungmennafélagsmaður, sem vildi leggja öllum góðum mál-
efnum lið og var fljótur til hjálpar nágrönnum og sveitungum. Hann þótti góður
félagsmálamaður og ræðumaður og var lengi í stjórn Ungmennafélagsins Dags-
brúnar, ýmist ritari, gjaldkeri eða formaður. Hann var um tíma kennari í félags-
málaskóla UMFI og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum hjá ungmennafélagshreyfing-
unni og eins var hann sannur félagsmaður hestamannfélagsins Geysis og deildar
félagsins í Landeyjum. Heima var hann faðir og leiðbeinandi barna sinna og með
konu sinni tók hann svo glaður móti gestum. Þau tvö, Stína og Þráinn, hamingju-
söm í bústörfum, öllum viðfangsefnum og baráttu lífsins.