Goðasteinn - 01.09.2007, Side 118
Goðasteinn 2007
þurfti, oft langt fram úr fjárhagslegri getu. En það sannaðist að trúin flytur fjöll.
Tryggvi Gunnarsson hét maður, móðurbróðir Hannesar nokkurs Hafsteins er
varð fyrsti ráðherra íslands og er nú frægur 100 árum síðar fyrir veisluhöld og
margar gáfulegar bækur er um hann hafa verið skrifaðar enda olli hann straum-
hvörfum með íslenskri þjóð. Því nefni ég hann að ævi hans og örlög eru nátengd
áður nefndum móðurbróður sínum, Tryggva Gunnarssyni. Tryggvi var þing-
eyskrar ættar og frumkvöðull íslenskrar endurreisnar á síðustu tugum 19. aldar og
þeim fyrstu á 20. öld. Hann var framkvæmdarstjóri Gránufélagsins sem voru
fyrstu almannasamtökin til að koma versluninni inn í landið. Gránufélagið var í
raun og veru fyrirrennari kaupfélaganna. Það var gríðarlega voldugt á sinni tíð og
spannaði yfir allt Norðurland og Austfirði.
Tryggvi var mikill framkvæmda- og athafnamaður og pund hans hér á
Suðurlandi og þar með fyrir Rangæinga var firna þungt. Hann tók að sér að reisa
brú yfir Ölfusá, einn mesta farartálmann á leiðinni austur í sveitir. Ölfusárbrúin
var mesta stórvirki sem unnið hafði verið frá upphafi Islandsbyggðar í byggingar-
framkvæmdum og gaf tóninn um það er koma skyldi.
Ölfusárbrúin var vígð 9. september 1891 í sudda og rigningu. Um 2000 manns
mættu á vígsluhátíðina og komu menn í flokkum frá Reykjavík og austan úr
Rangárþingi enda stór dagur. Nýi tíminn hafði hafið innreið sína. Eftir þetta varð
ekki aftur snúið og sú saga sem þarna hófst er ennþá í fullum gangi. Aðeins
fjórum árum síðar, 30. júlí 1895, er brúin yfir Þjórsá vígð, einnig í rigningu og
sudda. Mikill mannljöldi eða um 2500 manns fögnuðu er Hannes Hafstein klifraði
upp á sementstunnu og flutti vígsluræðuna sem þótti sköruleg eins og hans var
von og vísa. Fyrir Rangæinga var þetta vegurinn inn í nýja tímann. Árið 1912 var
brúin yfir Ytri-Rangá vígð, mikil og falleg brú byggð úr járni og eina brúin sem
sérhönnuð var sem járnbrautarbrú, því þá ræddu menn um það í fullri alvöru að
leggja járnbraut austur í sveitir. Nokkrum árum seinna var brúin yfir Rangá eystri
byggð við Djúpadal. Árið 1932, hinn 21. ágúst, var brúin yfir Þverá vígð að
viðstöddu meira fjölmenni en sést hefur samankomið í Rangárþingi fyrr eða síðar,
eða um 5000 manns, og nú var það Þorsteinn Briem atvinnumálaráðherra sem
vígði. Þetta sama ár voru brýrnar yfir Affall og Ála byggðar. Aðeins tveimur árum
síðar var brúin yfir Markarfljót vígð eða 1. júlí 1934 og enn var það Þorsteinn
Briem sem vígir. Þar með var Rangárþing komið í vegasamband við vegakerfi
landsins. Árið 1921, hinn 3. september, var brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi
vígð. Og þar með var Rangárþing komið í samband bæði til austurs og vesturs og
þá fyrst var hægt að hefjast handa við nútímavæðingu Rangárþings.
I 16