Goðasteinn - 01.09.2007, Page 118

Goðasteinn - 01.09.2007, Page 118
Goðasteinn 2007 þurfti, oft langt fram úr fjárhagslegri getu. En það sannaðist að trúin flytur fjöll. Tryggvi Gunnarsson hét maður, móðurbróðir Hannesar nokkurs Hafsteins er varð fyrsti ráðherra íslands og er nú frægur 100 árum síðar fyrir veisluhöld og margar gáfulegar bækur er um hann hafa verið skrifaðar enda olli hann straum- hvörfum með íslenskri þjóð. Því nefni ég hann að ævi hans og örlög eru nátengd áður nefndum móðurbróður sínum, Tryggva Gunnarssyni. Tryggvi var þing- eyskrar ættar og frumkvöðull íslenskrar endurreisnar á síðustu tugum 19. aldar og þeim fyrstu á 20. öld. Hann var framkvæmdarstjóri Gránufélagsins sem voru fyrstu almannasamtökin til að koma versluninni inn í landið. Gránufélagið var í raun og veru fyrirrennari kaupfélaganna. Það var gríðarlega voldugt á sinni tíð og spannaði yfir allt Norðurland og Austfirði. Tryggvi var mikill framkvæmda- og athafnamaður og pund hans hér á Suðurlandi og þar með fyrir Rangæinga var firna þungt. Hann tók að sér að reisa brú yfir Ölfusá, einn mesta farartálmann á leiðinni austur í sveitir. Ölfusárbrúin var mesta stórvirki sem unnið hafði verið frá upphafi Islandsbyggðar í byggingar- framkvæmdum og gaf tóninn um það er koma skyldi. Ölfusárbrúin var vígð 9. september 1891 í sudda og rigningu. Um 2000 manns mættu á vígsluhátíðina og komu menn í flokkum frá Reykjavík og austan úr Rangárþingi enda stór dagur. Nýi tíminn hafði hafið innreið sína. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og sú saga sem þarna hófst er ennþá í fullum gangi. Aðeins fjórum árum síðar, 30. júlí 1895, er brúin yfir Þjórsá vígð, einnig í rigningu og sudda. Mikill mannljöldi eða um 2500 manns fögnuðu er Hannes Hafstein klifraði upp á sementstunnu og flutti vígsluræðuna sem þótti sköruleg eins og hans var von og vísa. Fyrir Rangæinga var þetta vegurinn inn í nýja tímann. Árið 1912 var brúin yfir Ytri-Rangá vígð, mikil og falleg brú byggð úr járni og eina brúin sem sérhönnuð var sem járnbrautarbrú, því þá ræddu menn um það í fullri alvöru að leggja járnbraut austur í sveitir. Nokkrum árum seinna var brúin yfir Rangá eystri byggð við Djúpadal. Árið 1932, hinn 21. ágúst, var brúin yfir Þverá vígð að viðstöddu meira fjölmenni en sést hefur samankomið í Rangárþingi fyrr eða síðar, eða um 5000 manns, og nú var það Þorsteinn Briem atvinnumálaráðherra sem vígði. Þetta sama ár voru brýrnar yfir Affall og Ála byggðar. Aðeins tveimur árum síðar var brúin yfir Markarfljót vígð eða 1. júlí 1934 og enn var það Þorsteinn Briem sem vígir. Þar með var Rangárþing komið í vegasamband við vegakerfi landsins. Árið 1921, hinn 3. september, var brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi vígð. Og þar með var Rangárþing komið í samband bæði til austurs og vesturs og þá fyrst var hægt að hefjast handa við nútímavæðingu Rangárþings. I 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.