Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 5
ik -k -k
JÓLAPÓSTURINN
Tómas Guðmundsson:
Fljúgandi blóm
Vel sé yður, vængjaða blómskrúð drottins,
vinir himins og jarðar, sem einhverju sinni,
löngu áður en ártöl og sögur hófust,
uxuð til skínandi flugs upp af jörðinni minni.
Því fögnuður yðar fann sér ei lengur rætur
í faðmi hennar, og þó hafði jörðin borið
að sínu leyti umhyggju fyrir yður
engu minni en jafnvel sólin og vorið.
En þökk sé yður, að hversu hátt sem þér leitið
mót himni og sól, þá komið þér ávallt til baka
að syngja fyrir blómin, sem urðu eftir
og enn hafa hvorki lært að fljúga né kvaka.
Og seg þú mér, ljóð mitt, er þetta ekki hin æðsta
og eina gleði, sem sálir og kvæði varðar,
að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs milli himins og jarðar?
3