Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 16
★ 'k -k
JÓLAPÓSTURINN
'k 'k ~k
rottur fara yfir götuna, en það gera mýs
aldrei,“ sagði Armstrong. ,,En það vissi
ég ekki,“ sagði Muckenfusz.
Síðan var gengið í það, að veiða mýs
í gildrur, og það merkilega var, að þeg-
ar mýsnar voru rannsakaðar, fannst sér-
stakt heilabólguvirus (Lymfatisk cho-
riomeningitis) í þeim öllum. En það var
ekki fyrr en þeir höfðu veitt og rann-
sakað um 100 mýs, að þeir fundu sýkil-
inn, sem var valdur að þessum undarlega
sjúkdómi, sem hefir verið gefið nafnið
Rickettsiabóla (Rickettsialpox). Hús-
músin (mus musculus) getur verið smit-
beri án þess að vera veik, en sérstök
tegund af maur, sem lifir á nagdýrum
(Allodermanyssus sanguineus Hirst)
bítur músina til blóðs, fær sýkilinn í sig
og getur síðan sýkt menn með því að
bíta þá. Sýkilinn er kallaður maurapísl
(Rickettsia akari) því að hann lifir í
maurum að sínu leyti eins og lúsapíslin,
sem veldur útbrota taugaveiki, lifir í
flatlúsinni.
Bílaiðnaðurinn.
Engin iðngrein í Bandaríkjun-
um er eins gróðavænleg og bíla-
framleiðslan. Kauphallarnefndin, sem
fylgist með fjárhag allra framleiðslu-
greina Bandaríkjanna, komst að
þeirri niðurstöðu, að bílaframleiðslan
væri arðvænlegust allra. Fyrir hverja
$100 sem lagðir eru í hana græðast að
Gleðileg jól!
Kjöt og Grænmeti h.f.
meðaltali rúmlega $25 á ári. Kvik-
myndir, sem annars þykir ábatasamur
atvinnuvegur, græða ekki nema rúm-
lega $10 á hverja $100. Bílaframleiðsla
Bandaríkjanna er stórkostlegri en menn
munu gera sér ljóst almennt. Fjórði
hluti af öllu auðmagni Bandaríkjanna
er í þessari framleiðslu. General
Motors, sem nú framleiða rúm 45% af
öllum bílum Bandaríkjanna, hafa grætt
á ári að meðaltali undanfarin ár yfir
160 milj. dollara, eða yfir 1000 milj.
kr. á ári.
Ford-verksmiðjurnar í Detroit eru
svo stórkostlegar, að það er næstum
lygilegt. Fyrir styrjöldina síðustu
var f járhagsáætlun Brazilíu, sem er mun
stærri en Bandaríkin, um $160 milj.
Fjárhagsáætlun Ford-verksmiðjanna
var a. m. k. þrisvar sinnum stærri.
Allur innflutningur Jugoslavíu var fyrir
styrjöld um 570 milj. dollara virði.
Ford-verksmiðjurnar einar fluttu inn
fyrir jafnmikið, og notuðu þó mest-
megnis innlend efni. Sviss eyddi 270
þús. dollara á dag í rekstrarkostnað,
en Ford-verksmiðjurnar fara með um
miljón dollara á dag aðeins í verkalaun,
fyrir utan allan annan kostnað.
Sennilega hefur enginn maður í
U.S.A. grætt eins mikið á einu fyrir-
tæki og Ford á sinni bílaverksmiðju.
Hann stofnaði hana með 1000 hlutum
upp á $150 hvern og átti 255 sjálfur.
Síðan keypti hann upp öll hlutabréfin,
Gleðileg jól!
Electric h.f.
4
4
14