Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 25

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 25
EUFEMIA WAAGE: Jólin þegar EGAR jólin fara að nálgast, minnist ég alltaf jólanna, eins og þau voru á æskudögum mínum. Það voru aldrei nein nægtajól, eins og þau, sem við höfum átt að venjast á undanfömum árum, en þau voru að engu síður gleði- leg jól, þó að þegar við vomm börn, fögnuðum við jólunum eins og gjöf frá guði, í þeirri vissu, að þau væru ljós- geisli, sem hann sendi okkur í skamm- degismyrkrinu og gleðistund, sem hann ætlaðist til að stytti okkur langa og miklu harðari vetur en þá, sem við eigum að venjast nú á dögum. Þegar ég var lítil, bjuggu foreldrar mínir í lágu, bikuðu timburhúsi, sem sneri gafli að Tjarnargötunni. Beint á móti gluggunum hjá okkur var smíða- hús, sem Þorkell Gíslason, snikkari, átti. Hann hafði marga trésmíða- lærlinga og einn þeirra, Jóhannes Böðv- arsson að nafni, smíðaði fyrsta jóla- tréð mitt. Þá kom ekki eins mikið af grenitrjám til landsins og á síðari ár- um, en alltaf komu samt nokkur stór jólatré, sem notuð voru á barnadans- leikjum og jólaskemmtunum og svo pöntuðu ýmsir efnaðir menn jólatré handa heimilum sínum. En þeir, sem áttu þess ekki kost eða hirtu ekki um, notuðu smíðuð jólatré með mörgum álmum og var vafið lyngi um tréð sjálft- og sömuleiðis um álmurnar. Yzt á hverri álmu var nagli eða tittur og á hann var kertið fest. Ekki get ég sagt að ég elskaði ég var barn Jóhannes neitt, þó að hanh væri svo vænn að smíða jólatré handa mér, en sú ástæða var til þess, að Jóhannes drakk sig stundum fullan og það þótti mér svo hræðilegur galli, að ég varð dauðhrædd, ef hann bara sýndi sig í dyrunum á smíðahúsinu. Þetta jóla- tré stóð í norðvesturhorninu á stofunni hjá okkur á jólunum, sem ég man fyrst eftir. Ýmsir jólagestir voru hjá foreldr- um mínum þetta kvöld og man ég bezt eftir tveim þeirra. Annar þeirra var Gísli, föðurbróðir minn, sem þá var á prestaskólanum. Mér þótti alla æfi vænt um hann, en þetta kvöld man ég bezt eftir honum af því, að hann baulaði fyrir mig og þótti mér afar gaman af því, að ég miðaði lengi á eftir allt við jólin, „þegar hann Gísli baulaði á jólatrénu“. Annar gestur var hjá okkur þetta kvöld, hann hét Hans Wingaard og var trésmiður. Hann var einhleypur maður og var víða kunnugur í húsum í miðbænum. Hann mun hafa verið radd- maður, að minnsta kosti á yngri ár- um og var oft beðinn að syngja við ýms tækifæri og þótti honum það víst ekkert lakara. Hans gamli sem við kölluðum, var sonur síra Einars Sæm- undsens, sem var á Sólbergi og í Staf- holti og var annálaður söngmaður á sinni tíð. Af honum eru þau Markans- systkinin komin, svo að sönggáfan hefur lengi verið í þeirri ætt. Hans gamli var líka gestur hjá ömmu, en hún hafði alltaf boð á gamlaárs- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.