Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 38
Amma segir jólasogu
Það var komið að jólum. Engill Drott-
ins var á ferðalagi meðal mannanna, en
þó viðkomustaðirnir væru margir, voru
þeir samt fleiri hjá börnunum heldur en
hjá fullorðna fólkinu. Nú skuluð þið
heyra, börnin góð, hvernig honum gekk
hjá þremur fyrstu börnunum, sem hann
hitti á ferðalagi sínu. Það fyrsta var 10
ára gamall drengur, er Áskell hét. Eng-
illinn segir við hann, að hann viti sjálf-
sagt, að nú komi jólin bráðum og hann
langi auðvitað, eins og önnur börn, til
að fá jólagjafir. Nú spyr hann Áskel,
hvort hann vilji heldur sjálfur fá jóla-
glaðning eða láta aðra fá hann. „Ekki
þarf ég að vera lengi að hugsa mig um
það; ég vil bara fá jólaglaðning sjálfur.
Mig hefir lengi langað til að eignast
dúkkuleikhús. Heldurðu, að það væri
hægt?“ ,,Já,“ svaraði engillinn, ,,þú skalt
fá dúkkuleikhús." Næst hitti engillinn
litla telpu, sem hét Ása. Hún var 11 ára.
Engillinn spyr hana sömu spurningar
og Áskel. Litla telpan hugsaði sig um
stundarkorn, en sagði svo: „Helzt vildi
ég, að við mamma gætum báðar fengið
jólagjafir." „Þér skal verða að ósk þinni,
Ása mín,“ sagði engillinn, og hélt áfram
ferð sinni. Nú hitti engillinn þriðja barn-
ið. Það var svolítill drenghnokki, aðeins
8 ára gamall og hét Ármann. Hann var
veiklulegur og illa til fara og var auðséð
að hann var fátækur. Þegar engillinn
spurði hann sömu spurningar og fyrr,
svaraði Ármann: „Ég er nú ekki vanur
að fá mikið í jólagjöf, og ég hugsa ekki
mikið um það. En mikið væri gaman að
geta glatt aðra með því að gefa þeim
jólagjafir". „Þessi ósk þín verður á-
reiðanlega uppfyllt, Ármann minn,“
sagði engillinn og brosti. — Jólin komu
og Áskell fékk dúkkuleikhúsið, eins og
engillinn hafði lofað honum, og var það
bæði stórt og fallegt. Áskell var alveg
í sjöunda himni og fór strax að leika
sér að dúkkuleikhúsinu. Leiksviðið lýsti
hann upp með því að kveikja á nokkrum
jólakertum. Síðan fór hann að láta
dúkkurnar leika, og svo upptekinn var
hann af því, að hann tók ekkert eftir
því þegar eitt kertið valt um koll og
kveikti í leikhúsinu og brann það til
kaldra kola. Áskell fór að háorga, því
að nú var sú jólagleðin búin.
Nú er að segja frá Ásu. Á jólakvöldið
kemur pabbi hennar inn til þeirra mæðgn-
anna og segir þeim að jólagjöfin, sem
hann ætli að gefa þeim sé svo stór að
hún komist ekki inn í húsið, svo að þær
verði að koma út og sjá hana. Þær létu
ekki á sér standa en hlupu strax út. Og
hvað haldið þið að hafi beðið þeirra fyrir
utan? Það var ljómandi fallegur vagn,
með 2 hvítum hestum fyrir. Þær urðu
auðvitað alveg himinlifandi yfir þessari
dásamlegu gjöf og þökkuðu pabba Ásu
kærlega fyrir hana. „Nú getið þið far-
ið í ökuferð, hvenær sem ykkur langar
til“, segir pabbi Ásu. „Ég vil fara strax
á mörgun“, segir Ása. „Og það skuluð
þið bara gera,“ segir pabbi hennar.
Á jóladag lögðu þær svo af stað í öku-
36