Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 7

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 7
k k k JÓLAPÓSTURINN k k k inginn, sem var nú að sleikja sólskinið. Nú var óhætt að setja skíðin og vetrar- ferðafötin upp á háaloft, en taka reið- föt, vindjakka og vatnsstígvél út úr skápnum. Þar hafði nú þessi fatnaður hangið með ólund og leiðindum í sex mánuði og réttara var að bera eitthvað mýkjandi á hnakkinn og fægja hólk- ana á svipuskaftinu, því að nú byrj- uðu sumarferðirnar. Reiðhestarnir voru orðnir feitir og gljáandi, klipptir, kembd- ir og stroknir, og þeir virtust vera til með að skreppa eitthvað til að liðka sig og sjá sig um og þeir héldu, að það væri leikurinn einn, að hlaupa með mig til sjúklinganna í sveitunum í kring, úr því að snjórinn væri farinn. En gam- anið fór fljótt af, því að fyrstu vikurn- ar voru aurar og ótræði, verstu farar- tálmar, hófarnir límdust niður í leðj- una, og sumstaðar ætlaði kviksyndið að gleypa okkur með húð og hári. Þetta lagaðist nú brátt, sól og vindar þurrk- uðu jarðveginn svo að götur urðu greið- ar og þá var nú gaman að láta spretta úr spori. í minni tíð var enginn bíll kominn til Vopnafjarðar, og hesturinn var eina farartækið — um sjóferðir naumast að tala. Þegar ég um þessar mundir kom til Danmerkur í fræðsluför, og kollegar mínir þar voru óðfúsir að frétta sem gerst, hvernig ég kæmist til sjúkling- anna, sem þeir höfðu einhverja hug- mynd um að byggju sumir óraveg frá læknissetrinu og ég sagði þeim frá skíð- unum og hestunum, þá virtist bregða fyrir margskonar svip í andlitum þeirra: Efa, undrun, meðaumkun, en stundum jafnvel hrifningu og öfund. Það var ævintýralega hliðin, sem olli síðast- nefndu svipbrigðunum. Síðar, í öðru héraði, kynntist ég bílunum, og ég varð auðvitað að játa, að þeir voru þægi- legri og fljótari í ferðum en hestur- inn, ef vegur var sæmilegur. En þegar bíllinn sat fastur í einhverri keldunni eða ársprænunni eða fönninni, þá ósk- aði ég oft að hesturinn væri kominn. Ég saknaði melanna, grundanna og grænu árbakkannaogfnæsandi gæðings- ins, sem þjáðist með manni eða gladd- ist eftir því sem á stóð, hugsaði með manni og fyrir mann, þegar þess þurfti við, en var svo borinn út á sorphaug, eftir 1000 ára dygga þjónustu. Nú hef- ir enginn tíma til að kenna unga folan- um listirnar og nú er hvergi vært á veg- um fyrir hjólum, bílum og öðrum æð- andi ökutækjum, enda vegirnir orðnir of harðir og hálir; nú ekki annað fyrir en borða hestinn eða senda hann til Pól- lands, nauðugan viljugan. Nei, á mínum læknisárum á norð- austurlandi var nú öldin önnur, — eng- inn vegur og engin brú, en nægir hest- ar, og menn átu þá ekki fyrr en í fulla hnefana. Sumir klárarnir voru snilling- ar, sem unun var að sitja á, en aðrir latir, Gleðileg jól! Gleðileg jól! Heildverzlun Árna Jónssonar. Daglbaðið Vísir. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.