Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 18
•fc fc: ~fc
JÓLAPÓSTURINN
~fc ir fc-
veru allar hendur og öll hjól í Svíþjóð
í gang fyrir Rússa.
Ameríkumenn litu á það sem miður
vinsamlegt' framferði gagnvart þeim,
því að meðal þeirra er nú vart um annað
meira talað en væntanlega styrjöld við
Rússland. Er þó auðsætt, að ef til
þeirra óskapa skyldi koma, þá eig-
um við von á þungum búsifjum og
er hart að láta skeika að sköpuðu,
hversu vanmáttugir sem við erum, án
þess að reyna nokkuð að klóra í bakk-
ann. Enginn er þó svo aumur, að hann
geti ekki átt sér einhverja bjargarvon,
ef vit og vilji leggjast á eitt að ráða
fram úr vandanum.
Hvað sem öllum skoðanamismun í
stjórnmálum líður, þá ættu allir að geta
sameinast um tilraunir til að vernda
líf landsmanna og tilveru þjóðarinnar.
Útlitið í alþjóðamálum er óneitanlega
mjög uggvænlegt og hörmulegt að sjá
alla þá sundrung og flokkadrætti, sem
standa í vegi fyrir nauðsynlegum fram-
kvæmdum til að hjálpa sveltandi og
sjúku fólki. Manni finnst að pólitískur
skoðanamismunur eigi lítið erindi inn
í mannúðlega hjálparstarfsemi þar sem
öll töf kostar þjáningar og mannslíf.
f þessu sambandi dettur mér í hug
saga sem ég heyrði Alexander herfor-
ingja, sem nú er landstjóri í Canada,
segja fyrir nokkurum mánuðum í
Gleðileg jól!
Sverrir Bernhöft h.f.
samkvæmi vestanhafs. Þessi maður
hefur vitanlega haft mikið með stjórn-
málamenn af öllum flokkum að gera og
mér fannst lífsreynzla hans koma vel
fram í sögunni, sem ég ætla að enda
orð mín á. Sagan er á þessa leið:
Maður nokkur, sem átti ungan son,
var einn heima með honum að kveldi
dags, og af því að hann langaði til að
Vera í næði fyrir stráknum, þá tók hann
stórt kort af allri jörðinni, reif það
í sundur í marga smáparta, sem hann
fékk sveininum, og sagði honum að
fara með allt saman inn í næstu stofu
og dunda þar við að líma kortið saman
upp á blað, þannig að rétt kæmi út.
Hann ætlaðist til að þetta myndi endast
honum fram eftir kvöldinu.
Svo settist faðirinn niður með sína
bók. En friðurinn varð ekki langur, því
að naumast var hálftími liðinn er dreng-
urinn kom inn til föður síns og leggur
fyrir hann kortið, sem hann hafði lokið
við að líma saman og skeikaði engu í
samsetningunni. Faðirinn var alveg
hissa og spurði hvernig pilturinn hefði
getað komið þessu svona fljótt saman.
„Jú, pabbi minn,“ sagði sveinninn.
„Ég tók eftir því að aftan á kortinu
var mynd af manni, og ég hugsaði mér,
að ef ég gæti fengið manninn eins og
hann á að vera, þá mundi heimurinn
koma rétt út hjá mér.“
•
Gleðileg jól!
Efnalaugin Olæsir.
4
i
16