Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 58
•fc 4r -k
JÖLAPÓSTURINN
ótrúlegustu sögur voru sagðar um á-
girnd hans.
Mörgum árum seinna las ég í blöð-
unum að Paganini hefði dáið í Nizza
þ. 27. maí 1840 eftir langan og kvala-
fullan sjúkdóm. En eirðarleysi hans var
ekki einu sinni lokið í dauðanum. Prest-
arnir neituðu honum um kristilega
greftrun af því að hann hafði ekki tek-
ið sakramentið áður en hann dó. Sonur
hans varð að taka lík föður síns og
fara með það sjóleiðis til Villafranca,
síðan til sumarbústaðar síns Polcevera
nálægt Genúa. En biskupinn í Genúa
neitaði einnig að jarða og líkkistan stóð
árum saman ofanjarðar í sumarhúsinu.
Þar heyrðust nótt eftir nótt hjartasker-.
andi fiðlutónar, unz sonurinn gaf fyrir
stórri sálumessu föður sínum til sálar-
friðar og gaf kirkjunni auk þess stóra
fjárupphæð. Þá loksins hætti fiðlugrát-
urinn að heyrast við kistu Paganinis
og biskupinn í Parma leyfði loksins að
líkið, sem staðið hafði uppi í fimm ár
mætti jarðsetjast nálægt villa Gajona
í maí 1845.
Lýðveldið San Salvador í Mið-Ame-
ríku innheimtir vitagjöld fyrir leiðbein-
ingar þær, sem eldfjall eitt, 13 km. frá
sjó, gefur sjófarendum undan strönd-
um landsins. Eldfjall þetta sendir eld-
stólpa hátt á loft á sjö mínútna fresti
og sést bjarminn langt til hafs.
Gleðileg jóll
Fálkinn h.f.
Annarleg jól.
Pramhald af bls. 22.
an, köstuðumst á kesknisyrðum, eða vor-
um þögulir og hugsuðum heim. Allt eftir
því, hvernig lá á fólki. Sumir brugðu
sér frá augnablik til að fá sér staup af
ákavíti, en af því var ríflegri skammt-
ur en venja var til, í tilefni dagsins.
Flestir hugsuðu heim, hver til síns stað-
ar, og óskuðu þess, þessa stundina, að
minnsta kosti, að þeir hefðu aldrei lagt
út í það að gerast sjómenn og vera
fjarri heimili og ástvinum þessa jóla-
nótt.
Einn piltur um borð kom niður í klefa
til mín og rabbaði við mig fram á rauða
morgun. Ég geri ekki ráð fyrir, að sam-
tal okkar hafi verið sérlega rökvisst eða
gáfulegt þessa nótt, því þetta er ef til
vill eina nóttin, sem tilfinningarnar
hlaupa með mann í gönur. Maður verð-
ur barn á ný, mann dreymir um jóla-
tré, stillviðri og snjó og óskar þess, að
maður væri enn á ný orðinn ábyrgðar-
laus strákangi, sem tifar kringum jóla-
tré og sér ekkert nema glitrandi kerta-
ljósin, bjöllurnar og englahárin. En
svona var það víst um flesta þessa nótt.
Eitt augnablik gat maður gleymt hit-
anum og hinu annarlega umhverfi, ver-
ið aftur kominn heim til pabba og
mömmu, notið þeirrar skemmtunar, sem
börnin ein geta notið til fulls á slíkri
nóttu.
Gleðileg jól!
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
56