Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 36
JÓLAPÓSTURINN
Alikálfur: „Þú opnaðir á Hjarta, Jabbi,
var það ekki?“ Jabbi: ,,Jú, ég var að
enda við það.“ Alikálfurinn lætur út Hj.
7 og Jabbi tekur á K. og spilar út L. 2,
Kálfur lætur 7-ið, og Erkihans drepur
K. með Ás. „Varst þú að segja Spaða á
tvo hunda, Gigtarhans?" segir Erkihans
og brosir kampagleiður. „Ætlar þú að
tapa spilinu, Jabbi?“ bætir hann við um
leið og hann lætur út Sp. 3. „Það er
ekki búið“, segir Jabbi og leggur Sp. K.
á, en Kálfur tekur með Ás og spilar
8-unni um hæl. Erkihans drepur með
10-unni og Jabbi með D. Nú spilar Jabbi
út T. 5 og svínar 9-unni eftir langa yfir-
vegun, mikil heilabrot og nefsog. Erki-
hans tekur með K. og spilar út Sp. 7.
Nú leggur Jabbi spilin á borðið og segir:
„Ég vinn 3 grönd slétt, þið fáið einn
slag enn“. „Þetta var vel spilað hjá þér
Jabbi,“ segir Erkihans, „við getum ekk-
ert við þessu gert, nema að þú komir út
með Spaða upphaflega, kæri makker“.
Alikálfur: „Ég get ekki spilað út Spaða
frá Ás þriðja, eftir að Gigtarhans segir
Spaða, kjáni ertu maður. En hvað mein-
ar þú með að drepa með Sp. 10?“ „Ég
vil ekki blokkera litinn fyrir þér, því að
ég tel víst að þú eigir allan Spaðann,
þar sem þú spilar út kallspili“. Já, hand-
bragðið er gott hjá ykkur í vörninni,
það vantar ekki“, segir Nafni, „mér
þykir sennilegt að þið verðið sendir til
Parísar að sumri“. Jabbi: „Hvernig er
staðan og hver gefur næsta spil?“
4 A, K, 10, 5
¥ A, G, 8, 4
♦ G,9
4 A, 7, 4
♦ 9, 6, 3
¥7,2
♦ 10,8,7,3,2
4 D, G, 3
1 Hj. pass
3 L. pass
4 Gr. pass
5 Gr. pass
6 Gr. pass
7 Hj. pass
N.
V. A.
S.
4 4
¥ K,D, 10,6,5
♦ A, K, 6
4 K,9, 8,6
Norður:
Gigtarh.
2 Gr.
3 Hj.
5 Sp.
6 T.
7 L.
pass
4 D, G, 8, 7, 2
¥9,3
4 D,5,4
4 10,5,2
Austur:
Erkihans
pass
pass
pass
pass
pass
pass
Suður: Vestur:
Jabbi Alikálf.
34