Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 31

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 31
Ævar R. Kvaran DAGBOKIN . Ijósopin víkkuðu enn meir, þegar hún leit undan daufum glampan- um frá hinni óbeinu lýsingu. Þau sýnd- ust næstum tinnudökk, þegar ég leit í þau, þessi bláu augu. Ég horfði í þetta óskiljanlega dimma haf. Það var eins og að standa á ókunnri klettaströnd og horfa niður í óþekkt djúp, sem býr yfir óleystum gátum og eilífum leyndar- dómum. — það var eitthvað svo óraun- verulegt við þetta allt saman. Ég held hún hafi jafnvel ekki brosað. Svo stóð hún upp. Hún settist við hlið mér — og þá brosti hún. Tennurnar voru hvítar eins og nýfallin mjöll. Við stóðum bæði upp og gengum fram á dansgólfið. Við litum aldrei hvort af öðru meðan við dönsuðum. Mér varð heitt og sviti spratt fram á enni mér. Hún sá það og þerraði þegar í stað svitann af enninu með þurri, svalandi hönd sinni. Það var eitt- hvað fallegt við það, næstum móðurlegt. Hún gaf sér ekki tíma til að leita að vasaklút. Hönd hennar snerti mig eins og koss og gerði mig glaðan. Við töluð- umst ekki við. Það var eins og við fynd- um, að þess væri ekki þörf. Hinir gömlu næturhrafnar klúbbsins svifu framhjá okkur eins og óraunverulegir skuggar með ungar brúður í fanginu — brúður, klæddar silki með lýst hár, sem sló á gullnu gliti í bjarmanum frá geislum ljóskastarans og minntu mann ósjálf- rátt á land hinna bjarthærðu góða — land norðurljósanna, langt í norðri. — En stúlkan í faðmi mínum var dökk og hlýleg eins og suðræna nóttin. Mjúkur seiðandi líkami hennar iðaði í örmum mér, eins og ófullnægð ástríða....— Það fór illa um mig í bílnum, eða a. m. k. fannst mér það. Lilla sat þögul við hlið mér. Ég vissi að henni hafði sárnað hegðun mín um kvöldið, en hún sagði ekki neitt. Það var eitthvað óþol- andi við þessa þöglu ásökun. Vissulega hafði ég gefið henni tilefni til þessarar afstöðu — þessarar réttmætu þögulu ásökunar — og það var einmitt rétt- mæti hennar, sem gerði mig reiðan. — Ég sagði bílstjóranum heimilisfang hennar, sem ég var búinn að læra utan- að fyrir löngu, og sat það sem eftir var leiðarinnar í virðulegri þögn, eins og Seifur á Olympstindi, móðgaður yfir því að honum hafa ekki verið færðar nægar fórnir! Við kvöddumst í stytt- ingi. Nú hugsaði ég um það eitt, hvernig ég gæti aftur hitt hana. Ég hafði fyrr um kvöldið heyrt einn af félögum okkar í næturklúbbnum tilgreina sérstakt kaffihús, sem opið er alla nóttina, sem heppilegan stað til snæðings áður en haldið væri í háttinn. Ég gaf bílstjóran- um þegar skipun um að halda þangað. Ég reyndi árangurslaust að telja mér 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.