Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 27
JÖLAPÓSTURINN
æði mikið starf á eins stórum heimil-
um og hjá foreldrum mínum. Einu
sinni varð ég fyrir slæmu slysi, rétt
fyrir jólin og var mér það lengi minnis-
stætt. Ég var boðin í afmæli hjá frænku
minni, sem átti afmæli fyrri hluta
desembermánaðar. En þegar heimboð-
ið kom var ekki farið að sauma jóla-
kjólinn minn. Sat saumakonan við, nótt
og nýtan dag, til að geta lokið við
kjólinn. En heldur mun hafa verið
fljótaskrift á saumunum hjá henni, því
að í miðju boðinu fóru hnapparnir, sem
treyjan var skreytt með, að detta af.
Þetta var auðvitað leiðinlegt, en samt
versnaði enn þegar pilsið fór að losna
við treyjuna. Það tók út yfir allan þjófa-
bálk. Frænka mín og fólkið hennar lét
auðvitað eins og ekkert væri, en ég
átti samt erfitt með að rísa undir
þessu. En jólakjóllinn varð ekkert lak-
ari fyrir því, því að tíminn var nógur
til að bæta úr þessum mistökum,
Jólagjafir voru miklu minni á æsku-
árum mínum, en nú á dögum, enda
fluttist ekki nærri eins mikið af leik-
föngum til landsins þá og nú. Samt
voru verzlanir farnar að hafa jólabas-
ara fyrir jólin, þar sem ýmislegt gling-
ur var á boðstólum. Fyrsti basarinn,
sem ég man eftir, var basar sem Edin-
borgarverzlun hafði, þegar hún var ný-
tekin til starfa. Það, sem vakti athygli
mína á þessum jólabasar var auglýs-
ing í ljóðum, sem stóð í ísafold dag-
Gleðileg jól!
Ritfangaverzlun ísafoldar.
ana, sem hann stóð yfir. Hún var á
þessa leið:
Þar fær Pétur hermenn, hesta,
Halmaspil og skáktafl bezta. Ætli hann
verði upp með sér. Ber Nonni bumbu
sína, brúðuhús fær Litla Stína o. s. frv.
Eitthvað mun það hafa verið lengra,
en ég er búin að gleyma því.
En þessi skáldskapur fannst mér svo
„spennandi", að ég fór rakleitt ofan i
Hafnarstræti til að skoða dýrðina.
Kona Ásgeirs Sigurðssonar var eitthvað
við afgreiðslu þar, en hún var ensk
og ekki fannst mér minnst í það varið.
Basarinn var haldinn í húsi því, sem
Ó. Johnson hafði verzlað í, nokkrum
árum áður. Var það hús lítið eitt
vestar en Edinborgarverzlun er nú.
Ég er ekki viss um, að þetta hafi verið
fyrsti jólabasar, sem haldinn var í bæn-
um, en ég hafði ekki tekið eftir þeim
fyr.
Allir fengu einhver föt um jólin, til
þess að enginn færi í jólaköttinn, en
það munu hafa verið aðaljólagjafirnar
hjá flestum. Krakkarnir fengu oft
barnaspil og flestir fengu auðvitað
kerti. Dæturnar sátu við og saumuðu
dúka og sessur handa mæðrum sínum.
Var þá ávallt farið í önnur hús til að
mömmu kæmi þetta á óvart. Samt er
ég hrædd um að mæðurnar hafi oftast
rent grun í, hvað verið væri að brugga.
Þessi siður ungu stúlknanna er víst til
enn þá.
Gleðileg jól!
Bókfellsútgáfan h.f.
25