Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 51
Það var ekki um að villast
Eftir Billy Rose
IVrÚ eru þeir að koma með Volpin
”1 ” inn í salinn,“ sagði fréttaritari
Lundúnablaðsins Express.
Nærri allir íbúar í smáborginni
Villeroi höfðu ruðzt inn í réttarsalinn.
Hinn ákærði settist í fangastúkuna og
hvíldi smágerðar, feitlagnar hendurnar
á handriðinu. Þegar hann tók eftir því,
að fólk starði á þær, leitaðist hann við
að fela þær í kjöltu sinni.
„Hvað í ósköpunum hafa allar þessar
konur séð í fari þessa manns?" hugs-
aði fréttaritarinn fyrir eitt Parísar-
blaðanna upphátt.
Hann fékk ekki svar við þessum hug-
leiðingum sínum, því að dómarinn tók
til máls. „Sækjandinn lauk máli sínu í
gær. Verjandi málsins getur því hafið
ræðu sína.“
Jafnvel dómarinn laut fram í sæti
sínu, þegar Philippe Durand reis á fæt-
ur. Hver maður í réttarsalnum einblíndi
á málfærslumanninn, sem komið hafði
alla leið frá höfuðborginni Briissel, til
þess að verja Henri Volpin. Þetta var
hinn nafntogaði glæpamálasérfræðing-
ur, sem svikið hafði gálgann sjötíu og
einu sinni í sjötíu og þremur málum,
þessi sköllótti, vambsíði, lágvaxni karl,
sem hafði ekki látið pressa fötin sín í
langan tíma.
„Sá er ekki mikill fyrir mann að
sjá,“ mælti réttarþjónninn við skrifar-
ann.
„Sjáðu hvað hann er dæmalaust illa
til fara,“ hvíslaði einn Briisselfrétta-
ritarinn til sessunautar síns. „Þegar
hann gegnir störfum í Brússel, er hann
ævinlega mjög vel klæddur.“
„Virðulegu kviðdómendur,“ tók Dur-
and til máls. Honum lá ekki hátt róm-
ur. „Henri Volpin er ákærður fyrir að
hafa myrt tólf konur. I heila viku hefi
ég nú hlýtt á ákærandann, er hann hefur
verið að reyna að herða snöruna að
hálsi skjólstæðings míns.
Ykkur leikur vafalaust hugur á að
vita, hvers vegna ég yfirheyrði ekki
vitnin í málinu, spurði þau í þaula og
reyndi að flækja þau. Ykkur þykir á-
reiðanlega furðulegt, að ég skyldi ekki
reyna að rugla konuna, sem er svo
sannfærð um, að Volpin hafi verið
maðurinn, sem hún sá í tuttugu metra
fjarlægð um niðdimma nótt. Ég lét
þessi freistandi tækifæri framhjá mér
fara, af því að löng ævi við störf í
réttarsölum hefur kennt mér, að skap-
ferli hins ákærða og skapferli þeirra,
sem vitni bera í málum, eru mun mikil-
vægari en sú staðreynd, að einhver
klukka er fimm mínútum of sein eða
of fljót.
Nú verð ég líka að biðja yður að hafa
hugfast, að ekki hefur enn tekizt að
leiða fram eða benda á nokkurn mann,
sem verið hefur sjónarvottur að morð-
um þeim, sem skjólstæðingur minn er
talinn hafa gerzt sekur um. Enginn
hefur lagt fram svo mikið sem eina
49