Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 23

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 23
~k 'k JÓLAPÓSTURINN ir 'k 'k segja, skipshöfnin, frá hinum lægsta til hins æðsta, ættu að mæta uppi á þilfari og syngja jólasálma og dansa í kring- um jólatré fyrir farþegana. Það er að vísu alltaf unaðslegt, að sjá jólatré og ganga, í kringum það og sjá brosið á vörum barnanna, gefa gjafir og fá gjaf- ir, en að gera það sem skemmtiatriði, þótt í góðri meiningu sé gert, — það er öðru vísi. O, skítt, hugsuðum við allir. Við erum allir að heiman, við erum hér í hita- beltinu, þúsundir kílómetra frá heimil- um okkar. Við höfum enga skemmtun hvort eð er, — hví ekki að vera með ? Á afturþilfarinu hafði verið komið upp einskonar jólatré, með allskonar glysi, eins og vera ber. Farþegarnir sátu í stólum umhverfis. — Og svo kom jóla- nóttin. Þá komu upp á þilfar allir þeir, sem farþegarnir vissu ekki að væru til, allir, sem ekki voru á vakt, sem kallað er, komu þarna upp. Við gengum í kring- um jólatréð, stýrimenn, brytarnir, há- setar, vélameistarar, vélamenn, þjónar, uppþvottastrákarnir, þvottahússtúlk- urnar, ljósmyndararnir, rakarinn, — all- ir voru mættir. Svo var sungið. Menn gleymdu því, að þarna voru áhorfend- ur, menn hurfu í huganum hver heim til sín. Sumir til Bergen eða Osló, Þránd- heims eða Narvíkur, eða þá til Sviss, — nokkrir þjónanna voru þaðan, — Eng- lands eða Frakklands, eða Reykjavík- ur. Og hver söng með sínu nefi. Þetta var í sjálfu sér hálfgerður ,,cirkus“, — en samt, — nú voru jólin, menn voru sáttir við guð og menn og héldu jólin hátíðleg eftir því, sem föng voru á. Sumir sungu „Glade jul“, aðrir sungu „Stille Nacht“ og enn annar söng „Heims um ból“. Þetta var mér ógleym- anleg stund, þarna á þilfarinu á „Stella Polaris“, jólin 1936, í hitabeltinu. Þarna voru menn af ólíkum þjóðum, ólíkum skoðunum, ólíku skapferli. En allir vor- um við bræður og vinir þessa jólanótt. Svo var farið að útbýta jólagjöfum. Norðmenn leggja mikið kapp á að gefa sjómönnum, beztu sonum sínum, gjafir, einhverjar gjafir, sem eru staddir f jarri heimalandinu. Þeir vilja láta þá finna, að þeim sé ekki gleymt, þótt þeir séu þúsundir kílómetra í burtu. Kvenfélög ýmiskonar hafa forgöngu í þessu, auk ýmissa annarra stofnana, og þegar skip leggur úr höfn í Noregi, sem vitað er að komi ekki heim um jólin, eru sendir bögglar um borð handa hverjum manni. Böggíar þessir eru kyrfilega geymdir til aðfangadags, eða á jólanóttina. En þá er þeim útbýtt, og þeir v^rða ávallt til þess að gleðja sjómennina, hvort sem þeir hafa not af hlutnum, sem þeim er gefinn, eða ekki. Það er aukaatriði. Bara að þeir finni, að þeim er ekki gleyrnt, mönnunum, sem færa björg í bú, fjarri heimalandinu. Afhending þessara gjafa fer fraln með sérstökum hætti. Ýmislegt er gert Gleðileg jól! Gleðileg jól! Slippfélagið h.í. Sjóklæðagerð íslaads. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.