Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 59
JÖLAPÓSTURINN
Hrakningar
á Winnipegvatni.
Framhald af bls. 44.
Þvínæst ætluðu þeir að sjóða sér fisk
þó að ekkert væri saltið, en þá henti
þá hrapallegt slys. Spýtan, sem ílátið
hékk á yfir eldinum, brotnaði og vatnið
helltist ofan í eldinn og drap hann. Þeir
reyndu með öllu móti að lífga hann við
en árangurslaust. Þá fyrst var ástandið
orðið ískyggilegt, eldurinn dauður og
sama sem enginn matur og alveg óvíst
hvenær þeir kæmust til byggða. Magnúsi
sem var yngri og ekki eins harður af
sér, féll allur ketill í eld og vildi hann
helst skríða inn í skýlið aftur og láta
þar fyrirberast. En Kristján hafði áður
komist í hann krappan og var nú ekki
alveg á því að leggja árar í bát. Hann
fór nú að hugsa ráð þeirra en því meir
sem hann hugsaði, því óvænlegra fannst
honum það. En að lokum datt honum
ráð í hug. Um 10 km. sunnar í vatninu
var stór eyja og byggð á henni. Austan-
vert á þeirri eyju skagaði fram langur
tangi. Við endann á honum var mjög að-
djúpt og straumur mikill og því líklegt
að vatn væri autt við hann eða rétt upp
að honum. Ef þeim tækist að koma
bátnum yfir ísinn við eyjuna og út í ál-
inn, en það var á að giska 700—800
metrar þá var ekki ólíklegt að hægt
væri að klöngrast á land þarna við tang-
ann. Hann sagði nú Magnúsi frá þess-
ari hugmynd sinni, tók hann henni dauf-
lega í fyrstu en við fortölur Kristjáns
lét hann þó til leiðast að reyna þetta.
Það eina sem gerði þessa ráðagerð mögu-
lega var að þeir höfðu vind og straum
með sér. Þeir hófust strax handa því
komið var fram að hádegi og eftir engu
að bíða nema myrkri. Þeir hentu öllu
lauslegu úr bátnum og brutu af hon-
um klakann og snjóinn frá deginum
áður. Veðrið var heldur vægara, en
frost mikið. Isinn var afar ógreiðfær,
allur eitt samanbarið krapahjarn. Það
vildi þeim til láns, að kjölur bátsins var
járnsleginn og rann hann því heldur
greiðar á ísnum. Ferðin sóttist mjög
seint, og eftir því sem utar dró, varð
ísinn ótraustari. Báturinn var líka það
þungur í drætti, að þeir urðu að hvíla
sig oft. Er þeir áttu ófarna tæpa 100
metra út í álinn, brotnaði ísinn undan
bátnum og lá við sjálft, að þeir færu
sömu leið. Nú var eina ráðið, að brjóta
bátnum braut út úr ísnum. Eftir f jögra
stunda látlaust strit, komust þeir loks
út í álinn og var Magnús þá alveg að
gefast upp. En nú var ekki til setunn-
ar boðið, eftir því eftir tvær stundir
myndi dagur af lofti og ekki árennilegt
að reyna að ná landi við tangann í
myrkri. Kristján settist undir árar og
lofaði Magnúsi að hvíla sig um stund.
Hann gaf Magnúsi það, sem eftir var
af nestinu, því hann var orðinn að-
þrengdur af hungri. Róðurinn sóttist
Gleðileg jól! Gleðileg jól!
Farsælt nýtt ár!
Timburverzlun Árna Jónssonar. Bræðurnir Ormson.
57