Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 39

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 39
'k ík 'k JÓLAPÓSTURINN •k k -k ferðina og léku þær á als oddi þegar þær kvöddu pabba Ásu og hitt heimilis- fólkið, en ekki höfðu þær ekið lengi þegar hestarnir fældust og vagninn brotnaði og var það mesta mild að þær skyldu ekki stórslasast, en sem betur fór sluppu þær ómeiddar, en þið getið rétt ímyndað ykkur hvort þeim hefir ekki þótt súrt í broti að þurfa að fara gangandi heim, en ekki var um annað fyrir þær að gera. Og búin var nú sú gleðin. Þá er að segja frá Ármanni. Þó hann væri ekki eldri en þetta, var hann sífellt í sendiferðum, og á sjálfan jóladaginn fór hann í bakaríið til að kaupa brauð. Þegar þangað kom voru nokkrar mann- eskjur á undan honum, og beið Ármann rólegur þangað til röðin kom að honum. Þetta var rétt fyrir lokunartíma. Hann var því sá síðasti, sem konan í bakarí- inu afgreiddi þennan dag. Hún bað því Ármann litla að gera sér þann greiða, að læsa fyrir sig dyrunum, sem hann gerði strax. Hann varð því ekki lítið hissa, þegar hann kom að afgreiðslu- borðinu aftur og sá hvar stóð skínandi falleg flugvél. En hana hafði konan í bakaríinu tekið undan afgreiðsluborð- inu, meðan hann var að læsa hurðinni. „Hver á svona fallega flugvél?" spyr Ármann. „Ég ætla að gefa þér hana, og svo áttu að eiga þessa líka, því að mér sýnist þér vera svo oft kalt á litlu höndunum," sagði konan, um leið Gleðileg jól! Félag ísl. iðnrekenda. og hún fór með aðra höndina niður í skúffu og tók upp ljómandi fallega bláa vettlinga og lagði þá á borðið hjá fal- legu flugvélinni. Ármann varð alveg frá sér numinn af fögnuði yfir þessum ó- væntu gjöfum, en eigi að síður, þó að hann væri hálf utan við sig af hrifn- ingu, tókst honum að þakka góðu kon- unni í bakaríinu hjartanlega fyrir gjaf- irnar og kvaddi síðan og fór af stað heim til sín. En rétt þegar hann er ný- kominn út úr bakaríinu, sér hann kisu- grey á götunni og þekkir hana strax, að þetta er kisan hennar Stínu, sem alltaf liggur í rúminu. Hann tekur því strax til fótanna og nær kisu og hugs- ar með sér, að hann verði að fara með hana heim til hennar Stínu, því að ann- ars geti hún kannske ekki sofið í nótt, ef hún viti ekkert um kisu. Síðan lab'b- ar Ármann með hana heim til Stínu. Þegar þangað kom, tók mamma Stínu á móti honum. Þegar hún sér, að hann hefir kisu meðferðis, verður hún himin lifandi glöð. Þakkar hún honum með mör-gum fögrum orðum fyrir hugulsem- ina og segir honum, að Stína sín hafi verið alveg eyðilögð yfir því, að vita ekkert um hana kisu sína. Mamma Stínu bauð því næst Ármanni að koma inn og heilsa upp á Stínu litlu, og gerði hann það. Gekk hann til hennar, þar sem hún lá í rúminu, en varla var hann búinn að heilsa henni, fyrr en honum datt í hug að gaman væri nú að gefa litlu Gleðileg jól! Bæjarútgerð Reykjavíkur. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.