Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 64
k . k
JÓLAPÖSTURINN
~k k ~k
Mýtt happdrættis
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að nota nú þegar heimild laga nr. 82, 13.
nóv. 1948 til lántöku handa ríkissjóði. Býður ríkissjóður út í því skyni
15 milljón króna innanríkislán í formi handhafaskuldabréfa, sem öll inn-
leysast eftir 15 ár frá útgáfudegi bréfanna.
Lán þetta er með sama sniði og hið fyrra happdrættislán ríkissjóðs. Er
hvert skuldabréf að upphæð 100 krónur og sama gerð og á eldri bréf-
unum að öðru leyti en því, að liturinn er annar og þessi nýju bréf eru
merkt „skuldabréf B“.
Hið nýja happdrættislán er boðið út í þeim sama tilgangi og hið fyrra
happdrættislán: Að afla fjár til greiðslu lausaskulda vegna ýmissa mikil-
vægra framkvæmda ríkisins og stuðla að aukinni sparifjársöfnun.
Með því að kaupa hin nýju happdrættisskuldabréf, fáið þér enn þrjá-
tíu sinnum tækifæri til þess að hljóta háa happdrættisvinninga, alger-
lega áhættulaust. Þeir, sem eiga bréf í báðum flokkum happdrættislánsins,
fá fjórum sinnum á ári hverju í fimmtán ár að vera með í happdrætti
um marga og stóra vinninga, en fá síðan allt framlag sitt endurgreitt.
Það er því naumast hægt að safna sér sparifé á skynsamlegri hátt en
að kaupa happdrættisskuldabréf ríkissjóðs.
Utdráttur bréfa í B-flokki happdrætislánsins fer fram 15. jan. og 15.
júlí ár hvert, í fyrsta sinn 15. janúar 1949.
62