Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 40

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 40
JÖLAPÓSTURINN telpunni, sem alltaf varð að liggja í rúm- inu, flugvélina og bláu vettlingana. Hann lét ekki sitja við hugsunina eina, en þreif í snarkasti bæði flugvélina og vett- lingana undan peysunni og lagði á rúm- ið hennar Stínu litlu, sem alveg varð himinlifandi yfir þessum dásamlegu gjöfum, eins og þið getið ímyndað ykk- ur, og þakkaði hún honum kærlega fyr- ir þær og sagði við hann að hann væri afskaplega góður við sig. Mamma Stínu, sem verið hafði frammi í eldhúsi, með- an á þessu stóð, kom nú inn til þeirra, og varð hún svo hrifin af því, sem Ár- mann hafði gert fyrir veika telpuna, að hún bað hann um að gera sér þá ánægju að koma til þeirra á eftir og borða með þeim jólamatinn. Ármann þakkaði henni kærlega fyrir boðið og sagðist bara ætla að fara fyrst heim til sín, brá sér í sparifötin, og var að vörmu spori kominn aftur til Stínu litlu og mömmu hennar. Þar borðaði hann ljómandi góðan jólamat, ásamt fleira fólki, sem boðið hafði verið, en eftir matinn var gengið í kringum jólatré, sem auðvitað hafði verið komið fyrir inni í herberginu hjá Stínu litlu. Með- an verið var að ganga í kring um jóla- tréð voru sungnir sálmar, og allir, sem viðstaddir voru, gátu ekki annað en dáðst að því, hvað Ármann litli hafði fallega rödd og hvað hann kunni sálm- ana vel. Þegar hátíðahöldunum var lok- ið og Ármann kvaddi mömmu Stínu litlu, Gleðileg jól! Gæfuríkt komandi ár. Verðandi. bað hún hann endilega að koma sem oftast til þeirra og þáði hann það. En svo sorglega vildi til, seinna um vetur- inn, að Stínu litlu versnaði, og um vor- ið dó hún. Skömmu eftir kom mamma hennar til Ármanns og bað hann að koma til sín og vera hjá sér alltaf, því að sig langaði til að senda hann í skóla og láta hann læra. Þáði hann boðið með þakklátum hug. Síðan flutti Ár- mann litli heim til mömmu hennar Stínu og það get ég sagt ykkur, að hún þurfti ekki að reka á eftir honum við skóla- námið, því að hann hafði einsett sér það, að verða henni alltaf til gleði, og það sýndi hann henni með því að verða ástundunarsamur og duglegur við nám- ið, enda varð hann alltaf efstur í sín- um bekk. Kennararnir héldu mikið upp á hann, og öllum varð hlýtt til hans, því að hann var æfinlega kurteis við alla, sem hann gat. Fósturmóður sinni var hann svo undur góður, að hann var hennar mesta gleði í lífinu, og hún var forsjóninni þakklát fyrir það, að hún skyldi hafa verið svo lánsöm að þekkja hann og njóta samvista hans, því að hann bætti úr sorg hennar eftir að hún missti Stínu litlu. Hún hafði ekki tekið Ármann litla í eigingjörnum tilgangi, enda naut hún umhyggju hans og blíðu hjá honum fram á sitt síðasta ævikvöld. Það verður engum til ills, að finna til með öðrum, en aldrei að láni að hugsa mest um sjálfan sig. Gleðileg jól! Gamla Bíó. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.