Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 26
i i i JÓLAPÓSTURINN ~k 'k k kvöld. Ekki man ég samt til, að ég kynni neitt að meta sönglist gamla mannsins, enda var ég fjarska lítil, þegar þetta var. Alltaf var spilað mikið heima hjá for- eldrum mínum um jólin, en það voru alltaf spil sem við börnin gátum tekið þátt í, svo sem púkk, hálf tólf og önn- ur spil af slíkri tegund. Heima hjá mér var til púkkbretti og var það notað til þess, að ekki þyrfti að kríta á borð- in. Á því voru mannspilin og púkkið sjálft var í miðjunni. Okkar púkkbretti var ágætt, en samt jafnaðist það ekki við púkkbrettið hennar ömmu, því að það lék á ás og var hægt að snúa því allan hringinn og þegar maður átti að ,,klæða“ eitthvert spil, þá var ekki annað, en snúa brettinu að sér. Þetta þótti mér sniðugt. Mamma bakaði alltaf piparhnetur fyrir jólin, eins og gert er í Danmörku og voru þær hafðar til að spila upp á. En þær vildu stundum verða ódrjúgar, því að þær voru óspart lagðar sér til munns, meðan verið var að spila. Mis- dyggðug voru börnin með þetta og er óhætt að segja að ekki var ég barn- anna bezt. Hálfgerð skömm þótti mér að þurfa að koma til mömmu og biðja um meira, en það kom víst oft fyrir, þó að ekki væri því að kenna að ég tap- aði miklu. Sumir höfðu kvarnir til að spila um og þær voru ágætar, því að enginn gat borðað þær og hafa því orð- ið drýgri í meðförum, en okkur þótti minnst varið í að spila um þær, því að við vorum vön hinu. Oftast var spilað á hverju kvöldi um jólin, nema ef pabbi og mamma voru boðin út, en það var ekki ýkja oft. Amma hafði alltaf jóla- boð á gamlárskvöld og fórum við þá þangað út. Þar var líka spilað langt fram á nótt. Heldur þótti mér það skarð í jólagleðina, þegar verið var að reka okkur í rúmið og bað ég mömmu þá einu sinni að lofa mér að vaka alla nóttina og sagði hún að ég mætti það gjarnan. En aldrei hef ég verið syfjaðri, en það kvöld og er mér óhætt að segja, að ég hafi sofnað í fyrra lagi. Mamma vissi hvað hún söng. Eftir að amma hætti að búa, hafði Kristjana móðursystir mín sama sið og amma, að hafa boð á gamlaárskvöld. Maður hennar, Halldór Jónsson, var ákaflega barngóður og þar að auki kátur og fjörugur og held ég að okkur öllum krökkunum hafi þótt mest gaman að spila við hann. Pabbi og mamma spiluðu alltaf við okkur hvað lengi, sem við héldum út og þó var ennþá meira gaman að spila við Halldór. Undirbún- ingur undir jólin var engu minni þá, en hann er nú. Þá var oftast fengin sauma- kona heim til okkar og kom hún oft hálfum mánuði fyrir jól og var þangað til á aðfangadaginn. Þá voru saumuð föt á alla krakkana, svo að þetta var Gleðileg jól! Gleðileg jól! Heildverzlunin Edda h.f. Johan Rönning h.f. 24 4 V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.