Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 15
-k k 4r
JÓLAPÓSTURINN
k ~k k
>
veikrahælum. Lélég læknishjálp, ófull-
nægjandi eða jafnvel engin, og sum-
staðar ógurlegur sóðaskapur og trassa-
skapur, sem kemur allavega illa niður
á sjúklingunum.
Hinsvegar er það til, að hitta fyrir-
myndarspítala í smáþorpum. Það er ekk-
ert merkilegt að sjá fyrirmyndarspítala
í stórborgunum, en margir reka upp stór
augu, sem koma til lítils þorps í Penn-
sylvaníu, sem heitir Dansville, á stærð
við Akureyri (7000 íbúar) og sjá þar
einhvern bezta og fullkomnasta spítala
sem til er í Ameríku. Ástæðan er sú,
að þarna bjó auðkýfingur, sem gaf marg-
ar milljónir dollara til að reisa spítala,
sem hann heimtaði að yrði fullkomn-
asti spítali í Ameríku og setti jafnframt
það skilyrði, að við hann skyldu jafnan
vinna beztu læknar Ameríku og ekki
horft í að leggja fram það fé, sem það
kostaði að ráða þá til spítalans. Ég skal
ekki fullyrða, að öllum þessum ströngu
skilyrðum hafi verið fullnægt, en víst
er um það, að þessi spítali þykir skara
fram úr flestum öðrum og læknar sem
þarna vinna hafa betri vinnuskilyrði en
víðast hvar annarsstaðar, enda er svo
mikil aðsókn að þessum spítala, bæði af
læknum og sjúklingum, að mér kæmi
ekki á óvart þótt meira heyrðist frá
þessu sjúkrahúsi áður en margir ára-
tugir líða. Mayo-spítalinn í Rochester
er líka til orðinn í smábæ, sem hefir vax-
ið upp í kring um sjúkrahúsið og er
raunverulega ekkert annað en umgerð
um það.
Ég hitti marga góða menn vestra,
sem of langt yrði upp að telja. Gam-
all kunningi minn frá París, dr. Muc-
kenfusz, er nú forstöðumaður fyrir bak-
teriologisku laboratorium New York-
borgar, sem sér um allt sem við kem-
ur heilsuvernd borgarbúa á bakterio-
logisku sviði.
í New York kom upp undarleg pest
haustið 1946, sem virtist vera nýr sjúk-
dómur, sem enginn botnaði í.. Mucken-
fusz, sem er frægur bakteriolog, fór í
þetta með sína menn, en þrátt fyrir alla
leit og tilraunir gátu þeir ekki leyst gát-
una. Hann sneri sér þá til dr. Armstrong
í Washington, sem Muckenfusz segir að
sé mesti og reyndasti bakteriolog Banda-
ríkjanna, og bað hann um aðstoð. Muc-
kenfusz sagði mér frá því, hve fljótur
Armstrong hefði verið að átta sig á
hvað um var að ræða. Hann sagði, að
Armstrong hefði með nokkrum spurn-
ingum komizt svo nærri lausninni, að
eftir urðu aðeins tekniskir hlutir. Hann
fékk upplýsingar um hvar sjúkdóms-
tilfellin hefðu komið fyrir og þegar hon-
um var sýnt, að þau hefðu öll verið í
einni ,,blokk“, eins og Ameríkumenn
kalla það, þ. e. í einni húsasamsteypu
á milli tveggja gatna, sagði hann strax
að þessi veiki hluti að berast með mús-
um. ,,Af hverju ekki með rottum,“ sagð-
ist Muckenfusz hafa spurt. ,,Af því að
Gleðileg jól! Gleðileg jól!
Málarinn, Bankastræti. Verksmiðjan Merkúr h.f.
13