Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 14
JÖLAPÓSTURINN
i ifr i
þykja það skrítið, ef t. d. sami mað-
urinn ætti Tímann og Morgunblaðið eða
Þjóðviljann og Vísi. En í stærstu borg-
unum í Arizona og Wyoming er það
sami maðurinn á hvorum stað, sem á
bæði Republikana- og Demokratablaðið.
Aðalatriðið er að ná peningunum frá
auglýsendum og áskrifendum, þá er
hægt að gera alla ánægða, sérstaklega
útgefandann, enda er hann venjulega sá
sem er ánægðastur með blaðið.
Stærsta útbreiðslu hafa viku- og mán-
aðartímaritin Life, Readers Digest og
Saturday Evening Post, sem hvort um
sig hefir a.m.k. 2 millj. áskrifenda. Þetta
eru óskapleg fyrirtæki, sem taka inn
miklar fjárhæðir. Ein heilsíðuauglýsing
í Life kostar t. d. $ 18.000, og er rifizt
um að fá að koma auglýsingum í blað-
ið. Enn meiri peningar eru teknir fyrir
útvarpsauglýsingar. Þar verða menn að
gefa gott prógram, t. d. leigja hljóm-
sveit fyrir $ 20.000 og borga útvarp-
inu aðra $ 20.000 í tilbót, fyrir að fá
að segja nokkur orð með prógramminu,
sem iðulega er ekkert annað en að þetta
firma gefi prógrammið.
Fyrir okkur, sem komum héðan, og
raunar fyrir alla Evrópumenn, er eftir-
tektarvert að sjá, hvernig að heita má
hvert einasta blað í Ameríku tekur af-
stöðu til kommúnista og kommúnisma.
Blað eins og New Republic, sem Henry
Wallace hefir nýlega tekið að sér og
skarar langt fram úr flestum öðrum
Gleðileg jól!
Regnboginn, Laugavegi 74.
blöðum um frjálslyndi, má heita að sé
alveg einstætt að því leyti, að sýna þess-
ari stefnu umburðarlyndi, þótt Wallace
geti ekki talizt kommúnisti. 1 fjölda
blaða er ekki minnzt á kommúnista
nema af hatri og fyrirlitningu. En þess
ber að gæta, að amerísk blöð eru eng-
an veginn mælikvarði á skoðanir fólks-
ins, eins og víða annarsstaðar. Sannleik-
urinn er sá, að fólkið þekkir það vel
blöð sín, að það tekur yfirleitt sáralít-
ið mark á því, sem þau segja. Og sem
dæmi þess, hve lítið vald þeirra er raun-
verulega yfir fólkinu er það, að Roose-
velt forseta tókst hvað eftir annað að
vinna kosningar á móti meiri hluta allra
amerískra blaða. Hann talaði í útvarp-
ið og fólkið þurfti ekki annað en heyra
hans notalega málróm til að vera með
honum.
Spítalar.
Amerískir spítalar eru, eins og annað,
bæði beztir og verstir. Vandfundin munu
vera betri og fullkomnari sjúkrahús en
þau beztu í New York, Boston, Chi-
cago, Cleveland og St. Louis. En í menn-
ingarlöndum mun líka vera leitun á jafn-
lélegum og aumum, ég vil segja ómögu-
legum geðveikrahælum og sumstaðar í
Ameríku og það jafnvel í ríkjum eins
og Ohio og Illinois, sem annars standa
menningarlega hátt. Það er farið að tala
um það sem reginhneyksli, hvernig á-
standið sé í mörgum amerískum geð-
Gleðileg jól!
Jámvöruverzlun Jes Zimsen h.f.
é
*
12