Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 45

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 45
'k kr -k JÓLAPÓSTURINN eigi á löngu, áður en þeir félagar urðu að hætta, nauðugir viljugir, því farið var að gefa á bátinn og hlaðast á hann klaki, enda var hann orðinn allhlaðinn af fiski og netum. Þeir vissu, að engin von var fyrir þá að berja á móti veðr- inu heim og ákváðu því að reyna að ná landi á eyjunni. Eini staðurinn, sem þess var nokkur kostur, var við norðurenda hennar, en þar skagaði langt sandrif út frá henni og myndaði dálitla vík, þar sem helzt var hlés að vænta. Kristján settist undir árar, en lét Magnús stand frammi með stjaka, til að ýta frá íshrönglinu, sem nú var all- staðar á reki, en þetta haustskæni er svo hárbeitt, að það getur tætt í sund- ur þunnan bátsbyrðing á ótrúlega skömmum tíma. Róðurinn sóttist seint, enda var bát- urinn alltaf að þyngjast af snjó og ís, því snjókoman óx stöðugt og frostið að sama skapi. En verst var þó, að um morguninn höfðu þeir félagar eigi tekið með sér hlífðarföt sín, því að þeir bjugg- ust við frosti og hreinviðri og skammri útivist. Nú var ágjöfin og vatnsdrifið orðið það mikið, að þeir urðu holdvotir. Eftir strangan róður ráðu þeir norður- enda eyjarinnar og tókst að lenda í vík- inni. Fysta verk þeirra var að bera net- in og fiskinn úr bátnum og draga hann svo á þurrt. Þrátt fyrir alla viðleitni þeirra að verja bátinn fyrir íshröngl, inu var hann allur rifinn og tættur að Gleðileg jól! Verzlun Ásgeir G. Gunnlaugsson. framan. Það verður tæpast sagt, að að- koman þarna á eyjunni hafi verið glæsi- leg. Eyjan var lítil og öll á langveginn og norðantil á henni lágt og gisið skóg- arkjarr. Þangað héldu þeir félagar og hugðust kveikja þar eld, þurrka föt sín og fá sér hressingu. En er til átti að taka, reyndust eldspýturnar rennblaut- ar og engin leið að nota þær. Þeir urðu því að láta sér nægja að borða kald7 an bitann. Veðurofsinn var nú orðinn afskaplegur og ofankafald að sama skapi. Þeir félagar sáu, að þeir myndu á skömmum tíma, ef þeir gætu ekki kom- ið sér upp einhverju afdrepi, því að skógarkjarrið var það lágt og gisið, að það veitti lítið skjól. Fyrst kom þeim til hugar að leita skjóls undir bátnum, en þeir hurfu fljótlega frá því ráði, því að þeir sáu, að hann var illa til þess fall- inn. Svo hugkvæmdist Kristjáni, að hægt væri að nota netin til að útbúa skýli. I bátnum var exi, og með henni hjuggu þeir svolítið rjóður í kjarrinu, þar sem hríslurnar voru stærstar. Svo tóku þeir netin, greiddu úr þeim og strengdu þau milli hríslanna umhverfis rjóðrið og yf- ir það. Þetta var bæði illt verk og sein- legt, því netin voru öll stokkfrosin, og urðu þeir fyrst að þíða þau í vatninu, áður en hægt var að greiða úr þeim. Er þeir voru búnir að strengja mörg lög hvert yfir annað, hentu þeir snjó á netin og skvettu svo vatni á hann. Nú var bylurinn þeim líka hjálplegur, því Gleðileg jól! Helgafell, Aðalstræti 18. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.