Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 60

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 60
JÓLAPÓSTURINN •k ~k k greitt og virtist nú hagur þeirra mun vænlegri, og það versta afstaðið. En um miðja vega varð á vegi þeirra ís- spöng yfir þveran álinn og töfðust þeir um stund við að brjóta sig í gegnum hana. Báturinn var nú líka orðinn það tættur að framan, að farið var að seitla inn í hann á einum stað, en þó það ofar- lega, að er þeir voru báðir komnir undir árar, kom lekinn upp úr. Nú var farið að skyggja, og enn var drjúgur spölur að tanganum. Langt að séð, virtist vök- in liggja fast upp að honum, en er nær dró, sáu þeir að hún var um 50 metra frá honum og að á þeim spöl voru marg- ar smávakir, sem sýndu, að ekki var ísnum að treysta þar. Það var orðið skuggsýnt, er þeir komu að ísröndinni næst tanganum og lögðu þeir þegar í hann. Þeim gekk sæmilega að brjótast í gegnum fyrsta haftið, en er þeir komu að því næsta, brotnaði ár hjá Kristjáni og vildi hann eigi eiga á hættu, að brjóta fleiri. Hann tók því það til bragðs, að fara út á ísinn fyrir framan bátinn, halda sér í stefnið og reyna að brjóta ísinn með þunga sínum. Þetta gekk vel um hríð, en vegna þess hve dimmt var orðið, gætti hann sín eigi sem skyldi og fór í vatnið upp að mitti. Um 20 m. frá landi komu þeir að vakarbrún, og virtist þaðan sæmilega hreint úr því til lands. Þeir tóku því það ráð, að skilja bátinn eftir í vökinni og reyna að skríða til lands. Þeir höfðu nokkurra metra bil á milli sín, og fór Kristján á undan. En um 4 metra frá landi brotnaði ísinn undan Magnúsi og hann á kaf. Er hon- um skaut upp, kallaði Kristján til hans og bað hann vera rólegan, unz hann kæmi honum til hjálpar. Svo skreið hann áfram og náði landi slysalaust. Hann var með snærishnykil í vasanum. Tók hann nú annan enda snærisins og batt honum um stóran stein í f jörunni, skreið svo aftur út á ísinn, til Magnúsar, og batt snærinu utan um hann, undir hend- urnar. Það mátti ekki seinna vera, því að Magnús var alveg að því kominn, að sleppa takinu á vakarbrúninni, af kulda- dofa. Kristján sagði honum nú að snúa bakinu að ísröndinni og reyna að gera það sem hann gæti til hjálpar. Svo skreið hann í land aftur og togaði í snærið af öllum kröftum. Magnús neytti sinn- ar síðustu orku og buslaði sem hann. gat, og með þessu sameiginlega átaki komst hann upp á skörina, og dró Kristján hann í land. Nú var Magnús svo örmagna og dofinn af þreytu og kulda, að hann mátti sig vart hræra. Kristján vissi af fiskimannakofa í um 500 metra fjarlægð, norður með strönd- inni, uppi í skógarbrúninni og að þar voru menn. Hann þorði ekki að skilja við Magnús og tók því það til bragðs, að leggja hann á öxlina og þramma af stað. Við og við kallaði hann, í þeirri von, að kofabúar heyrðu til hans, en hann varð að hætta því vegna mæði. Gleðileg jól! Gleðileg jól! Véia- og raftækjaverzlunin, Veiðimaðurinn, Lækjartorgi. Tryggvagötu 23. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.