Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 8
★ ★ ★ JÖLAPÓSTURINN ★ ★ ★ stirðir og hastir, og var mesta raun að hafa nokkuð saman við þá að sælda sem reiðhesta, cnda annar starfi hent- ari. Það vakti eftirtekt mína og undr- un, að alloft bar það við fyrstu árin, að fylgdarmaðurinn kom með trausta jálka handa iækninum til reiðar, og var ég að velta því fyrir mér, hvernig í þessu lægi; nægur kostur var þó reið- hesta, sem síðar kom á daginn, og enga löngun höfðu mennirnir til að skaða eða hrella lækninn. Var það máske af því að þeir álitu lækninn öruggari á sterka, stillta hestinum? Naumast, — þessi far- kostur þreytti miklu meira en góðhest- urinn. Eftir heilbrot og grennzlan held ég að ég hafi loks komizt að því sanna: Það orð hafði komizt á, máske fyrir nokkuð löngu, að læknar hefðu ekkert vit á hestum og kynnu ekki með þá að fara, riðu í loftinu, ofbyðu og eyðilegðu klárinn á skömmum tíma, ef hann væri viljugur; lati hesturinn vissi fótum sín- um forráð og hefði vit fyrir sér og reið- manninum. Ég varð að játa, að í raun og veru gæti verið eðlilegt, að þessi skoðun hefði myndast. Læknar voru fá- ir, áttu um óravegu að sækja, höfðu ekki tíma né þolinmæði til að eyða heil- um dögum í hverja sjúkravitjun, þurftu því að fara eins hrattt yfir og auðið var, og svo máske óvanir hestum, þung- ir eða illa á sig komnir. Ég sá strax, að ég varð að hnekkja þessari trú, ef mér átti að verða Gleðileg jól! Bókfell h.f., bókbandsvinmistofa. langs lífs auðið, enda leið ekki á löngu áður en stefnubreyting varð og hver einasti maður reyndi að koma með eins góða hesta og hann gat. Perð um sæmi- lega vegu á góðum hesti með gætnum og greinagóðum fylgdarmanni, gat verið skemmtileg, ekki sízt ef um fagrar sveit- ir eða svipmikið fjalllendi var að fara. Það var notalegt að á við og við í græn- um hvammi eða bala, gætilega varð að fara, sérstaklega í byrjun ferðarinnar, hestarnir saddir og þungir á sér. Sjálf- sagt var að taka beizlið af hestinum og helzt hnakkinn líka, svo hann gæti velt sér, kroppað og borið sig ögn um og máske náð sér í vatn að drekka. Svo var að fleygja sér niður í grasið, hafa þúfu við bakið og láta fara sem bezt um sig að kostur var, máske kveikja í smávindli eða pípu. En um áfengi var ekki að tala; það smakkaði ég aldrei á læknisferð þessi rúm fjörutíu ár, sem ég starfaði. Að 10 mínútum liðnum kom svo fylgdarmaðurinn með hestinn söðl- aðan, leiddi hann að þúfu eða barði, ef það var nærri, og hélt svo í ístaðið með- an ég fór á bak. Mér þóttLþetta nú dá- lítið skrítið fyrst, því ég var sama sem alinn upp á hestbaki, vanur tuski og leikfimi úr skóla og átti svo sem að geta komizt á bak hjálparlaust. En þetta var nú siður og mjög varð ég honum feg- inn, þegar ég fór að þyngjast og þreyt- ast. Svo var að þeysa af stað og svífa yfir holt og hæðir eftir mjóum stígum Gleðileg jól! Belgjagerðin h.f. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.