Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 8
★ ★ ★
JÖLAPÓSTURINN
★ ★ ★
stirðir og hastir, og var mesta raun að
hafa nokkuð saman við þá að sælda
sem reiðhesta, cnda annar starfi hent-
ari. Það vakti eftirtekt mína og undr-
un, að alloft bar það við fyrstu árin,
að fylgdarmaðurinn kom með trausta
jálka handa iækninum til reiðar, og var
ég að velta því fyrir mér, hvernig í
þessu lægi; nægur kostur var þó reið-
hesta, sem síðar kom á daginn, og enga
löngun höfðu mennirnir til að skaða eða
hrella lækninn. Var það máske af því
að þeir álitu lækninn öruggari á sterka,
stillta hestinum? Naumast, — þessi far-
kostur þreytti miklu meira en góðhest-
urinn. Eftir heilbrot og grennzlan held
ég að ég hafi loks komizt að því sanna:
Það orð hafði komizt á, máske fyrir
nokkuð löngu, að læknar hefðu ekkert
vit á hestum og kynnu ekki með þá að
fara, riðu í loftinu, ofbyðu og eyðilegðu
klárinn á skömmum tíma, ef hann væri
viljugur; lati hesturinn vissi fótum sín-
um forráð og hefði vit fyrir sér og reið-
manninum. Ég varð að játa, að í raun
og veru gæti verið eðlilegt, að þessi
skoðun hefði myndast. Læknar voru fá-
ir, áttu um óravegu að sækja, höfðu
ekki tíma né þolinmæði til að eyða heil-
um dögum í hverja sjúkravitjun, þurftu
því að fara eins hrattt yfir og auðið
var, og svo máske óvanir hestum, þung-
ir eða illa á sig komnir.
Ég sá strax, að ég varð að hnekkja
þessari trú, ef mér átti að verða
Gleðileg jól!
Bókfell h.f., bókbandsvinmistofa.
langs lífs auðið, enda leið ekki á löngu
áður en stefnubreyting varð og hver
einasti maður reyndi að koma með eins
góða hesta og hann gat. Perð um sæmi-
lega vegu á góðum hesti með gætnum
og greinagóðum fylgdarmanni, gat verið
skemmtileg, ekki sízt ef um fagrar sveit-
ir eða svipmikið fjalllendi var að fara.
Það var notalegt að á við og við í græn-
um hvammi eða bala, gætilega varð að
fara, sérstaklega í byrjun ferðarinnar,
hestarnir saddir og þungir á sér. Sjálf-
sagt var að taka beizlið af hestinum
og helzt hnakkinn líka, svo hann gæti
velt sér, kroppað og borið sig ögn um
og máske náð sér í vatn að drekka.
Svo var að fleygja sér niður í grasið,
hafa þúfu við bakið og láta fara sem
bezt um sig að kostur var, máske kveikja
í smávindli eða pípu. En um áfengi var
ekki að tala; það smakkaði ég aldrei
á læknisferð þessi rúm fjörutíu ár, sem
ég starfaði. Að 10 mínútum liðnum kom
svo fylgdarmaðurinn með hestinn söðl-
aðan, leiddi hann að þúfu eða barði, ef
það var nærri, og hélt svo í ístaðið með-
an ég fór á bak. Mér þóttLþetta nú dá-
lítið skrítið fyrst, því ég var sama sem
alinn upp á hestbaki, vanur tuski og
leikfimi úr skóla og átti svo sem að geta
komizt á bak hjálparlaust. En þetta var
nú siður og mjög varð ég honum feg-
inn, þegar ég fór að þyngjast og þreyt-
ast. Svo var að þeysa af stað og svífa
yfir holt og hæðir eftir mjóum stígum
Gleðileg jól!
Belgjagerðin h.f.
6