Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 41
Endurminningar um Paganini
Úr endurminningum Karólínu liauer, leikkonu í Berlín.
r
T^G kynntist frægasta fiðluleikara
þeirra tíma, er Nicolo Paganini kom
til Berlínar. Hann var um fjörutíu og
fimm ára gamall er hann kom til Berlín-
ar frá Vínarborg í febrúarlok 1829. Það
voru hinar undarlegustu sögur sem
gengu um hann áður en hann kom. Fólk-
ið kallaði hann illan anda, galdramann
eða töframann og hélt að hann stæði í
sambandi við djöfulinn. Sagt var að
hann hefði selt sig djöflinum fyrir fullt
og allt með því að drýgja morð og í stað-
inn hefði hann fengið undrafiðlu, sem
hægt væri að knýja úr undrahljóð, sem
engri heiðarlegri mannshönd hefði nokk-
urn tíma tekizt áður að framleiða með
fiðluboga.
Aðrir sögðu að hann hefði drepið
konu sína og að andvörp hennar og stun-
ur héldu áfram að hljóma stöðugt frá
fiðlunni í eyrum hans, til þess að refsa
honum hér á jörð. Þannig yrði hann
að friðþægja fyrir afbrot sitt.
Enn aðrir vissu ,,fyrir víst“, frá Vín-
arblöðum og bréfum, ,,að hann hafði
drýgt morð. Það var alveg víst. En hann
hafði ekki myrt konu sína, því að hann
hafði aldrei verið kvæntur, heldur keppi-
naut, sem ástmey hans hafði sýnt vin-
arhót. Og fyrir þennan glæp hafði hann
orðið að líða í sex ár í dimmri neðan-
jarðardýflissu í Genúa, án þess að sjá
framan í nokkurn mann allan þann tíma.
Fyrir þrábeiðni hans fékk hann að halda
fiðlu sinni og henni trúði hann fyrir
raunum sínum. En hver strengurinn af
öðrum brast, án þess að honum væri
unnt að laga þá, unz ekkert var orðið
eftir nema G-strengurinn. Þannig lærði
hann að leika á einn streng og fram-
leiða hina undarlegustu tóna. Það var
sagt, að hann gæti með þessum eina
streng mjálmað eins og köttur eða rif-
izt eins og gömul kerling, en líka sungið
eins og fugl, hringt eins og silfurbjalla
og grátið eins og hjarta manns, svo að
jafnvel hinn harðsvíraðasti hlustandi
kæmist við og gréti heitum tárum.“
Svo mikið var víst, að Berlín var í
æsingi, þegar von var á Nicolo Paganini
og mjög skrítnar myndir birtust af hon-
um í búðargluggunum. Á þeim stóð „Der
Unerreichbare“ (hinn óviðjafnanlegi).
En forvitni listamannanna fékk enga
útrás á æfingunum, því að Paganini lék
ekki á æfingunum, heldur lét sér nægja,
að stilla tíma sinn eftir þeim.
Loksins, þann 4. marz 1829, var fyrsti
konsertinn haldinn, og allt ríkasta fólk-
ið í Berlín, sem hafði efni á að borga
þrefalt miðaverð, streymdi inn í kon-
sertsal konunglega leikhússins. Ég varð
að leika á sama tíma í sama húsi, Irene,
í gömlum gamanleik eftir Beck, „Cha-
meleon“, og auðvitað var húsið hálf-
tómt.
Eftir fyrsta þáttinn komu leikararnir
saman, og umtalsefni okkar var náttúr-
lega töframaðurinn Paganini, sem hafði
tælt alla leikhúsgesti frá okkur. Og við
öfunduðum þá, sem nú fengu að hlusta
á hann.
Leiksviðsmálarinn, Grepius, kom þá
allt í einu hlaupandi til okkar, með and-
39