Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 12
JÓLAPÓSTURINN
Texas er mesta nautgriparæktarland
Bandaríkjanna, og þar á margur mað-
urinn góðan búgarð, þar sem nautin
eru ekki talin í tugum, heldur í hundr-
uðum og þúsundum. Og svo mikið er
af þeim, að þeir segja, að ef öll naut
í Texas væru orðin að einu nauti, gæti
það staðið með framfæturna í Mexico-
flóa, annan afturfótinn í Hudsonflóan-
um við Labrador og hinn í Norður-Is-
hafinu og með einni halasveiflu gæti
það dustað rykið af norðurljósunum.
I San Antonío í Texas býr frægur
mexikanskur skurðlæknir, sem var gerð-
ur útlægur úr Mexico fyrir að blanda
saman skurðlækningum og pólitík. Hann
kastaði sér út í pólitík með fullum á-
huga blóðheits Mexikana, og af því að
hann var ágætur skurðlæknir, gat hann
ekki á sér setið, að nota fagkunnáttuna
í þarfir sinnar pólitísku starfsemi. En
handlæknisfræðin bar pólitíkina ofur-
liði, þegar hann hitti sinn versta and-
stæðing og greip tækifærið til að skera
úr honum tunguna. Nú er dr. Urrutia
þekktur og mikils metinn læknir í San
Antonio.
Hvað ætli við mundum segja hér, ef
nýkosinn þingmaður ofan úr sveit sett-
ist við þingsetningu á tröppur þinghúss-
ins og tæki til að spila á gítar og syngja
fyrir almenning um raunir sínar og hús-
næðisvandræði ? Þetta gerði Glen Taylor
þegar hann, sem hafði verið vörubíl-
stjóri og sitt hvað fleira, var kosinn
senator af Idahoríki árið 1945. Og það
er miklu fínna að vera senator heldur
en vanalegur alþingismaður eða con-
gress-meðlimur, eins og þeir kalla það.
En þannig er Ameríka, að þessi sena-
tor flutti skömmu seinna, þrátt fyrir
að hann var nýseztur nýliði í senatinu,
einhverja merkilegustu tillögu sem
nokkurntíma hefir komið fram í þingi
Bandaríkjanna. Nefnilega þá, að senat-
ið lýsi því yfir, að það sé fylgjandi því
að stofnað verði alheims-lýðveldi.
Nokkru seinna sagði Mr. Taylor blaða-
mönnum frá því, að hann gæti ekkert
botnað í Ameríkumönnum. Þegar hann
hefði sezt á þinghúströppurnar og spil-
að á gítar og sungið vísur, þá hefði það
komið á fremstu síðu í blöðunum um
gjörvalla Ameríku. En þegar hann flytti
rökfasta, skynsamlega ræðu um nauð-
synina á að stofna allsherjar lýðveldi
heimsins, til að vernda friðinn, þá hefði
það komið á blaðsíðu 16 í einu einasta
blaði.
Ur því að ég minnist á blöð, er ekki
úr vegi að skyggnast augnablik inn í
blaðaheiminn. I Ameríku er ekkert blað
sem kemst yfir allt landið og er viður-
kennt vald, eins og t. d. Times í London.
Landið er svo stórt, að það er ókleift
fyrir nokkurt blað að komast yfir ailt
landið á einum degi.
Blað eins og New York Times, sem
almennt mun vera talið bezta og vand-
aðasta blaðið í Bandaríkjunum (sunnu-
Gleðileg jól! Gleðileg jól!
Ingólfsprent, Hverfisgötu 78. Bernhard Petersen.
10
4
4
4