Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 12

Jólapósturinn - 01.12.1948, Blaðsíða 12
JÓLAPÓSTURINN Texas er mesta nautgriparæktarland Bandaríkjanna, og þar á margur mað- urinn góðan búgarð, þar sem nautin eru ekki talin í tugum, heldur í hundr- uðum og þúsundum. Og svo mikið er af þeim, að þeir segja, að ef öll naut í Texas væru orðin að einu nauti, gæti það staðið með framfæturna í Mexico- flóa, annan afturfótinn í Hudsonflóan- um við Labrador og hinn í Norður-Is- hafinu og með einni halasveiflu gæti það dustað rykið af norðurljósunum. I San Antonío í Texas býr frægur mexikanskur skurðlæknir, sem var gerð- ur útlægur úr Mexico fyrir að blanda saman skurðlækningum og pólitík. Hann kastaði sér út í pólitík með fullum á- huga blóðheits Mexikana, og af því að hann var ágætur skurðlæknir, gat hann ekki á sér setið, að nota fagkunnáttuna í þarfir sinnar pólitísku starfsemi. En handlæknisfræðin bar pólitíkina ofur- liði, þegar hann hitti sinn versta and- stæðing og greip tækifærið til að skera úr honum tunguna. Nú er dr. Urrutia þekktur og mikils metinn læknir í San Antonio. Hvað ætli við mundum segja hér, ef nýkosinn þingmaður ofan úr sveit sett- ist við þingsetningu á tröppur þinghúss- ins og tæki til að spila á gítar og syngja fyrir almenning um raunir sínar og hús- næðisvandræði ? Þetta gerði Glen Taylor þegar hann, sem hafði verið vörubíl- stjóri og sitt hvað fleira, var kosinn senator af Idahoríki árið 1945. Og það er miklu fínna að vera senator heldur en vanalegur alþingismaður eða con- gress-meðlimur, eins og þeir kalla það. En þannig er Ameríka, að þessi sena- tor flutti skömmu seinna, þrátt fyrir að hann var nýseztur nýliði í senatinu, einhverja merkilegustu tillögu sem nokkurntíma hefir komið fram í þingi Bandaríkjanna. Nefnilega þá, að senat- ið lýsi því yfir, að það sé fylgjandi því að stofnað verði alheims-lýðveldi. Nokkru seinna sagði Mr. Taylor blaða- mönnum frá því, að hann gæti ekkert botnað í Ameríkumönnum. Þegar hann hefði sezt á þinghúströppurnar og spil- að á gítar og sungið vísur, þá hefði það komið á fremstu síðu í blöðunum um gjörvalla Ameríku. En þegar hann flytti rökfasta, skynsamlega ræðu um nauð- synina á að stofna allsherjar lýðveldi heimsins, til að vernda friðinn, þá hefði það komið á blaðsíðu 16 í einu einasta blaði. Ur því að ég minnist á blöð, er ekki úr vegi að skyggnast augnablik inn í blaðaheiminn. I Ameríku er ekkert blað sem kemst yfir allt landið og er viður- kennt vald, eins og t. d. Times í London. Landið er svo stórt, að það er ókleift fyrir nokkurt blað að komast yfir ailt landið á einum degi. Blað eins og New York Times, sem almennt mun vera talið bezta og vand- aðasta blaðið í Bandaríkjunum (sunnu- Gleðileg jól! Gleðileg jól! Ingólfsprent, Hverfisgötu 78. Bernhard Petersen. 10 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.