Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 40

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 40
38 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Um formannavísur Gísla Stefánssonar Formannavísur þessar eru kveðnar af Gísla Stefánssyni árið 1908 en hann hafði þá fáum árum fyrr byggt myndarlegt íbúðarhús inn- an við Drympurnar á Hellissandi. Húsið nefndi hann Berurjóður. Kefsararnir hafa notað kjallara- veggi þessa húss sem enn eru að nokkru uppistandandi sem fjárrétt fram á síðustu ár. Kona Gísla var Petrea Gróa Pétursdóttir. Gísli var oddviti hreppsnefndar Neshrepps utan Ennis í nokkur ár. Svo sem sjá má af formannavísunum hefur hann verið góður hagyrðingur. Þeir hafa verið átta formennirn- ir sem róið hafa úr Keflavíkinni á vertíðinni veturinn 1908. Trúlega hafa þeir flestir róið áttæringum og því um sjötíu sjómenn á bát- unum. Fyrstur er nefndur Guð- mundur Guðmundsson á Selhól. Hann flutti inn í Rif og var þekktur sem Guðmundur f Rifi. Afi skipstjóranna Sævars og Krist- ins Jóns í Rifi og systra þeirra. Næstur er Guðbjörn Grímsson í Fögrubrekku. Formaður í Kefla- vík í mörg ár. Eitt af afabörnum hans á Hellissandi er Heimir Gíslason. Þá kemur Loftur Lofts- son sem átti heima á Bjölluhól. Hann fórst með öllum mönnum sínum, níu manns, í Keflavíkur- lendingu 9. febrúar 1909. Það Samantekið af Skúla Alexanderssyni hörmulega slys átti sér stað fyrir augum þorpsbúa sem margir höfðu safnast saman á bökltunum og gátu engum vörnum við kom- ið en dæmdir til að vera sjónar- vottar þessa harmleiks. Ekki hef- ur orðið slys síðan í Keflavíkur- lendingu. Dagóbert Hansson á Stóru- Hellu er næst nefndur. Hann var einn í skipshöfn Lofts Loftssonar og fórst með honum. Með Lofti fórust einnig tveir hálfbræður Dagóberts, Sigurður og Hjörtur Magnússynir og einnig tengdafað- ir hans Guðmundur Hákonarson. Kristján Gilsson í Vinaminni- Innra. Hann er afi Kristjáns Jóns- sonar á Hellissandi sem var skip- stjóri í Rifi og síðast á m/b Þor- steini og langafi Halldórs Krist- jánssonar, bankastjóra Landsbank- ans. Þá kemur að Elímundi Og- mundssyni í Dvergasteini. Hann átti stóran barnahóp. Einn úr þeim hópi var Ólafur sagnfræð- ingur sem er höfundur ritsafnsins Sögu Neshrepps utan Ennis og Breiðuvíkurhrepps, Jöklu hinnar nýju, sem í eru bækurnar Kirkjur undir Jökli og Undir bláum sólar- sali. Svo kemur eini aðkomuformað- urinn, Sveinn Jónsson úr Skáleyj- um. Skáleyjaskipið hét María, stór sexæringur. Gísli hleður hann lofi. Hafi Sveinn átt lofið skilið 1908 átti hann það enn bet- ur ári seinna. Þegar hann var að koma í verið á Maríu það ár og var kominn út undir Hellissand skall á norðvestan þreifandi bylur og byrgði landsýn. Hann ákvað að sigla til baka. Lítill bátur með þremur mönnum hafði verið hon- um samferða. Þeim mönnum bjargar hann yfir í Maríu af miklu snaræði. Siglt var í hvassviðri og stórsjó og ekki var landsýn fyrr en þeir sáu Eyrarfjall. Sveinn ákveð- ur að reyna landtöku á Hallbjarn- areyri sem honum tókst. I annan stað náði Sveinn lendingu í Kefla- vík rétt á undan Lofti sem getið er hér að framan sem þar fórst með áhöfn sinni. Síðastan telur Gísli sjálfan sig og lætur lítið yfir sér. Hann var dugnaðarmaður og góð- ur formaður. Hann lést 49 ára gamall veturinn 1910. Banamein hans var blóðeitrun sem hann fékk eftir að hafa látið taka úr sér tönn. Nú hefur sonarsonur Gísla, Árni Emanúelsson fest rætur á Hellissandi. Hann keypti íbúðar- húsið Artún í Keflavíkinni og hef- ur endurbyggt það. Frá honum er komin myndin af Gísla og for- mannavísurnar. Ósfqim sjómönnum og aðstandendum þárra um [andadt tiífiamingju með daginn. Starfsfóíj ijastar efif. Nastar ehf. Vatnagörðum 10 - 104 Reykjavík Sími: 562-9000 - fax: 562-9001 tölvupóstur: nastar@nastar.is Hastar North~Atlantic Star Otflutningur á sjávarafurðum

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.