Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 40
38 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Um formannavísur Gísla Stefánssonar Formannavísur þessar eru kveðnar af Gísla Stefánssyni árið 1908 en hann hafði þá fáum árum fyrr byggt myndarlegt íbúðarhús inn- an við Drympurnar á Hellissandi. Húsið nefndi hann Berurjóður. Kefsararnir hafa notað kjallara- veggi þessa húss sem enn eru að nokkru uppistandandi sem fjárrétt fram á síðustu ár. Kona Gísla var Petrea Gróa Pétursdóttir. Gísli var oddviti hreppsnefndar Neshrepps utan Ennis í nokkur ár. Svo sem sjá má af formannavísunum hefur hann verið góður hagyrðingur. Þeir hafa verið átta formennirn- ir sem róið hafa úr Keflavíkinni á vertíðinni veturinn 1908. Trúlega hafa þeir flestir róið áttæringum og því um sjötíu sjómenn á bát- unum. Fyrstur er nefndur Guð- mundur Guðmundsson á Selhól. Hann flutti inn í Rif og var þekktur sem Guðmundur f Rifi. Afi skipstjóranna Sævars og Krist- ins Jóns í Rifi og systra þeirra. Næstur er Guðbjörn Grímsson í Fögrubrekku. Formaður í Kefla- vík í mörg ár. Eitt af afabörnum hans á Hellissandi er Heimir Gíslason. Þá kemur Loftur Lofts- son sem átti heima á Bjölluhól. Hann fórst með öllum mönnum sínum, níu manns, í Keflavíkur- lendingu 9. febrúar 1909. Það Samantekið af Skúla Alexanderssyni hörmulega slys átti sér stað fyrir augum þorpsbúa sem margir höfðu safnast saman á bökltunum og gátu engum vörnum við kom- ið en dæmdir til að vera sjónar- vottar þessa harmleiks. Ekki hef- ur orðið slys síðan í Keflavíkur- lendingu. Dagóbert Hansson á Stóru- Hellu er næst nefndur. Hann var einn í skipshöfn Lofts Loftssonar og fórst með honum. Með Lofti fórust einnig tveir hálfbræður Dagóberts, Sigurður og Hjörtur Magnússynir og einnig tengdafað- ir hans Guðmundur Hákonarson. Kristján Gilsson í Vinaminni- Innra. Hann er afi Kristjáns Jóns- sonar á Hellissandi sem var skip- stjóri í Rifi og síðast á m/b Þor- steini og langafi Halldórs Krist- jánssonar, bankastjóra Landsbank- ans. Þá kemur að Elímundi Og- mundssyni í Dvergasteini. Hann átti stóran barnahóp. Einn úr þeim hópi var Ólafur sagnfræð- ingur sem er höfundur ritsafnsins Sögu Neshrepps utan Ennis og Breiðuvíkurhrepps, Jöklu hinnar nýju, sem í eru bækurnar Kirkjur undir Jökli og Undir bláum sólar- sali. Svo kemur eini aðkomuformað- urinn, Sveinn Jónsson úr Skáleyj- um. Skáleyjaskipið hét María, stór sexæringur. Gísli hleður hann lofi. Hafi Sveinn átt lofið skilið 1908 átti hann það enn bet- ur ári seinna. Þegar hann var að koma í verið á Maríu það ár og var kominn út undir Hellissand skall á norðvestan þreifandi bylur og byrgði landsýn. Hann ákvað að sigla til baka. Lítill bátur með þremur mönnum hafði verið hon- um samferða. Þeim mönnum bjargar hann yfir í Maríu af miklu snaræði. Siglt var í hvassviðri og stórsjó og ekki var landsýn fyrr en þeir sáu Eyrarfjall. Sveinn ákveð- ur að reyna landtöku á Hallbjarn- areyri sem honum tókst. I annan stað náði Sveinn lendingu í Kefla- vík rétt á undan Lofti sem getið er hér að framan sem þar fórst með áhöfn sinni. Síðastan telur Gísli sjálfan sig og lætur lítið yfir sér. Hann var dugnaðarmaður og góð- ur formaður. Hann lést 49 ára gamall veturinn 1910. Banamein hans var blóðeitrun sem hann fékk eftir að hafa látið taka úr sér tönn. Nú hefur sonarsonur Gísla, Árni Emanúelsson fest rætur á Hellissandi. Hann keypti íbúðar- húsið Artún í Keflavíkinni og hef- ur endurbyggt það. Frá honum er komin myndin af Gísla og for- mannavísurnar. Ósfqim sjómönnum og aðstandendum þárra um [andadt tiífiamingju með daginn. Starfsfóíj ijastar efif. Nastar ehf. Vatnagörðum 10 - 104 Reykjavík Sími: 562-9000 - fax: 562-9001 tölvupóstur: nastar@nastar.is Hastar North~Atlantic Star Otflutningur á sjávarafurðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.